Vann brons með Covid Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 20:23 Lyles fór í hjólastól af hlaupabrautinni í kvöld. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles vann til bronsverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París. Lyles sagði frá því eftir hlaupið að hann hefði greinst með Covid í vikunni. Noah Lyles var talinn sigurstranglegur í 200 metra hlaupi karla fyrir Ólympíuleikana og ekki minnkuðu væntingarnar eftir að hann vann gullverðlaun í 100 metra hlaupinu á sunnudaginn. Hlaupið var til úrslita í 200 metra hlaupinu í kvöld og þar kom Lyles þriðji í mark og fær því bronsverðlaunin. Letsile Tebogo frá Botswana vann gullið á 19,46 sekúndum og Bandaríkjamaðurinn Kenneth Bednarek varð þriðji á 19,62. Eftir hlaupið greindi Lyles frá því að hann hefði greinst með Covid á þriðjudaginn, tveimur dögum eftir að hafa unnið gullið í 100 metra hlaupinu. „Ég vaknaði klukkan fimm um morguninn á þriðjudagsmorgun og mér leið hræðilega, ég vissi að þetta væri eitthvað meira en að ég væri bara aumur eftir 100 metra hlaupið. Ég vakti læknana og við tókum próf, því miður greindist ég jákvæður fyrir kórónuveirunni,“ sagði Lyles í samtali við CNN. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hann bætti við að hans fyrsta hugsun hefði verið að stressa sig ekki um of. Hann sagðist hafa hlaupið í verra ástandi og væri stoltur af sinni frammistöðu. „Við tókum þetta dag fyrir dag, ég reyndi að drekka eins mikið og ég gat og fór í einangrun. Þetta tók samt sinn toll. Ég hef aldrei verið jafn stoltur af sjálfum mér að mæta hingað og ná bronsverðlaunum sem ég var svekktur með á síðustu leikum. Nú gæti ég ekki verið stoltari.“ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Noah Lyles var talinn sigurstranglegur í 200 metra hlaupi karla fyrir Ólympíuleikana og ekki minnkuðu væntingarnar eftir að hann vann gullverðlaun í 100 metra hlaupinu á sunnudaginn. Hlaupið var til úrslita í 200 metra hlaupinu í kvöld og þar kom Lyles þriðji í mark og fær því bronsverðlaunin. Letsile Tebogo frá Botswana vann gullið á 19,46 sekúndum og Bandaríkjamaðurinn Kenneth Bednarek varð þriðji á 19,62. Eftir hlaupið greindi Lyles frá því að hann hefði greinst með Covid á þriðjudaginn, tveimur dögum eftir að hafa unnið gullið í 100 metra hlaupinu. „Ég vaknaði klukkan fimm um morguninn á þriðjudagsmorgun og mér leið hræðilega, ég vissi að þetta væri eitthvað meira en að ég væri bara aumur eftir 100 metra hlaupið. Ég vakti læknana og við tókum próf, því miður greindist ég jákvæður fyrir kórónuveirunni,“ sagði Lyles í samtali við CNN. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hann bætti við að hans fyrsta hugsun hefði verið að stressa sig ekki um of. Hann sagðist hafa hlaupið í verra ástandi og væri stoltur af sinni frammistöðu. „Við tókum þetta dag fyrir dag, ég reyndi að drekka eins mikið og ég gat og fór í einangrun. Þetta tók samt sinn toll. Ég hef aldrei verið jafn stoltur af sjálfum mér að mæta hingað og ná bronsverðlaunum sem ég var svekktur með á síðustu leikum. Nú gæti ég ekki verið stoltari.“
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira