Stjörnuleikur Curry bjargaði Bandaríkjamönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 20:56 Steph Curry og Kevin Durant sáttir með gang mála. Vísir/Getty Stórleikur Steph Curry kom í veg fyrir sigur Serba gegn Bandaríkjamönnum í undanúrslitum körfuboltans á Ólympíuleikunum. Serbar leiddu nær allan tímann en gáfu eftir undir lokin. Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira