Gleðilega hinsegin daga – um allt land Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2024 06:30 Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er. Það er ekki bara á blettinum í kringum Reykjavík þar sem hinsegin gróska ríkir. Hinsegin félög hafa verið stofnuð á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi og standa fyrir öflugu starfi. Forsvarsmenn þessara félaga eru miklir frumkvöðlar og forystufólk og minna okkur á að við eigum öll rétt á að vera eins og við erum – í heimabyggð og hvar sem við komum. Sá veruleiki að hinsegin fólk þurfi að flytja búferlum til að geta komið út úr skápnum á að vera liðin tíð. Í lok júní hélt Hinsegin Vesturland stórglæsilega Hinsegin hátíð í Borgarnesi og var ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja þar ávarp. Ég ólst sjálfur upp á Mýrunum í næsta nágrenni Borgarness og mér þótti mjög vænt um að sjá allan stuðninginn sem samfélagið þar sýnir hinsegin fólki. Mætingin var frábær og bærinn undirlagður af regnbogafánanum og öðrum merkjum hinsegin fólks. Þessi sýnileiki skiptir gríðarlegu máli. Stuðningur í heimabyggð er lykilatriði í viðbragðinu við bakslaginu sem hefur orðið á undanförnum misserum. Í vor bárust þær gleðifréttir að Ísland hafi tekið stökk upp í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe). Ísland er jafnframt áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Þessi mikli árangur náðist ekki af tilviljun heldur vegna þrotlausar vinnu, metnaðar og baráttu hinsegin samfélagsins og áherslna stjórnvalda í málaflokknum. Það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Hluti af því er stuðningur við félagasamtök eins og Samtökin 78 sem á miklar þakkir skyldar fyrir öflugt starf í þágu fjölbreytileikans. Til hamingju við öll með hinsegin daga – úti um allt land. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hinsegin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er. Það er ekki bara á blettinum í kringum Reykjavík þar sem hinsegin gróska ríkir. Hinsegin félög hafa verið stofnuð á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi og standa fyrir öflugu starfi. Forsvarsmenn þessara félaga eru miklir frumkvöðlar og forystufólk og minna okkur á að við eigum öll rétt á að vera eins og við erum – í heimabyggð og hvar sem við komum. Sá veruleiki að hinsegin fólk þurfi að flytja búferlum til að geta komið út úr skápnum á að vera liðin tíð. Í lok júní hélt Hinsegin Vesturland stórglæsilega Hinsegin hátíð í Borgarnesi og var ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja þar ávarp. Ég ólst sjálfur upp á Mýrunum í næsta nágrenni Borgarness og mér þótti mjög vænt um að sjá allan stuðninginn sem samfélagið þar sýnir hinsegin fólki. Mætingin var frábær og bærinn undirlagður af regnbogafánanum og öðrum merkjum hinsegin fólks. Þessi sýnileiki skiptir gríðarlegu máli. Stuðningur í heimabyggð er lykilatriði í viðbragðinu við bakslaginu sem hefur orðið á undanförnum misserum. Í vor bárust þær gleðifréttir að Ísland hafi tekið stökk upp í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe). Ísland er jafnframt áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Þessi mikli árangur náðist ekki af tilviljun heldur vegna þrotlausar vinnu, metnaðar og baráttu hinsegin samfélagsins og áherslna stjórnvalda í málaflokknum. Það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Hluti af því er stuðningur við félagasamtök eins og Samtökin 78 sem á miklar þakkir skyldar fyrir öflugt starf í þágu fjölbreytileikans. Til hamingju við öll með hinsegin daga – úti um allt land. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar