Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Lovísa Arnardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. ágúst 2024 09:19 Lögreglan var við höfnina á Höfn í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu. Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu.
Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira