Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Lovísa Arnardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. ágúst 2024 09:19 Lögreglan var við höfnina á Höfn í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu. Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu.
Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira