Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:00 Cindy Winner Djankeu Ngamba varð fyrst til að vinna verðlaun fyrir flóttamannaliðið. Tyler Miller/Sportsfile via Getty Images Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira