Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2024 12:06 Lögreglan við bátinn sem um ræðir í gærkvöldi. Sverrir Aðalsteinsson Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira