Afnám tolla myndi gera út af við íslenskan landbúnað Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 14:32 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm/SFL Hart hefur verið tekist á um afnám matvælatolla síðustu daga. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það skila sér í minni verðbólgu en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir starfstéttina geta lagst niður verði það gert. Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“ Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“
Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira