Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 14:30 Stine Oftedal skoraði fimm mörk í síðasta leik sínum á ferlinum. getty/Alex Davidson Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21. Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira