Yazan á heima hér! Alma Ýr Ingólfsdóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 11. ágúst 2024 09:01 Landssamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks. Okkar leiðarstef í allri vinnu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja. Í samstarfssáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á yfirstandandi kjörtímabili og fyrr í vetur var samþykkt þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins. Í lok júní sl. sendum við, formenn ÖBÍ réttindasamtaka og Þroskahjálpar, talsmenn tveggja heildarsamtaka fatlaðs fólks á Íslandi, opið bréf til allra ráðherra og alþingismanna. Í bréfinu sagði m.a.: Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þar með talið barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazans á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, nánar til tekið barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazans úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Í bréfinu er líka farið ítarlega yfir þær rangfærslur og vafasömu forsendur sem útlendingayfirvöld hafa gefið sér sem grundvöll fyrir þeirri ómannúðlegu niðurstöðu að taka mál Yazans ekki til efnislegrar meðferðar. En málið er í raun alls ekkert flókið. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir: „Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.“ Og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur hér á landi, segir að það sem er barni fyrri bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir einnig að aðildarríki skuli virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum án mismunar, uppruna með tilliti til þjóðernis. Augljóst er að brottvísun Yazans, ef af henni verður, gengur þvert á ákvæði þessara mikilvægu mannréttindasamninga. En stundum heyrist hið gagnstæða. „Að það sé bara verið að framfylgja lögum og reglum.“ „Að hendur okkar séu bundnar.“ Að fólk sé aðeins að vinna vinnuna sína og gera skyldu sína.“ Þetta stenst ekki. Hið rétta er að Dyflinarreglugerðin, sem segir að mál umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli taka fyrir í því ríki sem þeir koma fyrst til og er meginástæða þess að mál Yazans fær ekki efnismeðferð, veitir aðeins leyfi (heimild), en felur ekki í sér skyldu til að brottvísa umsækjendum aftur til fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Við ítrekum að reglugerðin felur í sér heimild, en er alls ekki skylda. Að beita þessari heimild í máli Yazans og leggja þannig líf fatlaðs drengs í hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er mjög ómannúðlegt. Frá örófi alda hafa samfélög sett sér félagsleg viðmið um mannúð og samhjálp. Í hinni kristnu Biblíu er þetta kallað „gullna reglan“ „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Nærri öll trúarbrögð og siðferðisáttavitar innihalda sama boðskap, sem mætti súmmera með orðunum: „Verum næs.“ Það væri því þungt högg fyrir íslenskt samfélag ef þessi ómannúðlegi gjörningur verður að raunveruleika. En - fyrst og fremst væri það auðvitað þyngst fyrir Yazan og fjölskyldu hans. Við erum hluti af öflugum hópi fólks sem kallar sig „Vinir Yazans“. Sá hópur hefur safnað undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að Yazan fái að vera hér og að fallið verði frá brottvísun hans. Fjöldi fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu hefur skrifað undir og hvetjum við öll til að láta sig málið varða. Hér er hægt að nálgast yfirlýsinguna og undirskriftirnar hér á heimasíðunni Vinir Yazan Við skorum á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð í máli ellefu ára, fatlaðs barns sem glímir við alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Við sendum Yazan og fjölskyldu okkar hlýjustu strauma. Fyrir hönd Vina Yazans, Höfundar eru annars vegar formaður ÖBÍ og hins vegar formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks. Okkar leiðarstef í allri vinnu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja. Í samstarfssáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á yfirstandandi kjörtímabili og fyrr í vetur var samþykkt þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins. Í lok júní sl. sendum við, formenn ÖBÍ réttindasamtaka og Þroskahjálpar, talsmenn tveggja heildarsamtaka fatlaðs fólks á Íslandi, opið bréf til allra ráðherra og alþingismanna. Í bréfinu sagði m.a.: Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þar með talið barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazans á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, nánar til tekið barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazans úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Í bréfinu er líka farið ítarlega yfir þær rangfærslur og vafasömu forsendur sem útlendingayfirvöld hafa gefið sér sem grundvöll fyrir þeirri ómannúðlegu niðurstöðu að taka mál Yazans ekki til efnislegrar meðferðar. En málið er í raun alls ekkert flókið. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir: „Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.“ Og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur hér á landi, segir að það sem er barni fyrri bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir einnig að aðildarríki skuli virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum án mismunar, uppruna með tilliti til þjóðernis. Augljóst er að brottvísun Yazans, ef af henni verður, gengur þvert á ákvæði þessara mikilvægu mannréttindasamninga. En stundum heyrist hið gagnstæða. „Að það sé bara verið að framfylgja lögum og reglum.“ „Að hendur okkar séu bundnar.“ Að fólk sé aðeins að vinna vinnuna sína og gera skyldu sína.“ Þetta stenst ekki. Hið rétta er að Dyflinarreglugerðin, sem segir að mál umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli taka fyrir í því ríki sem þeir koma fyrst til og er meginástæða þess að mál Yazans fær ekki efnismeðferð, veitir aðeins leyfi (heimild), en felur ekki í sér skyldu til að brottvísa umsækjendum aftur til fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Við ítrekum að reglugerðin felur í sér heimild, en er alls ekki skylda. Að beita þessari heimild í máli Yazans og leggja þannig líf fatlaðs drengs í hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er mjög ómannúðlegt. Frá örófi alda hafa samfélög sett sér félagsleg viðmið um mannúð og samhjálp. Í hinni kristnu Biblíu er þetta kallað „gullna reglan“ „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Nærri öll trúarbrögð og siðferðisáttavitar innihalda sama boðskap, sem mætti súmmera með orðunum: „Verum næs.“ Það væri því þungt högg fyrir íslenskt samfélag ef þessi ómannúðlegi gjörningur verður að raunveruleika. En - fyrst og fremst væri það auðvitað þyngst fyrir Yazan og fjölskyldu hans. Við erum hluti af öflugum hópi fólks sem kallar sig „Vinir Yazans“. Sá hópur hefur safnað undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að Yazan fái að vera hér og að fallið verði frá brottvísun hans. Fjöldi fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu hefur skrifað undir og hvetjum við öll til að láta sig málið varða. Hér er hægt að nálgast yfirlýsinguna og undirskriftirnar hér á heimasíðunni Vinir Yazan Við skorum á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð í máli ellefu ára, fatlaðs barns sem glímir við alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Við sendum Yazan og fjölskyldu okkar hlýjustu strauma. Fyrir hönd Vina Yazans, Höfundar eru annars vegar formaður ÖBÍ og hins vegar formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun