Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2024 21:05 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem deilt var af embætti Úkraínuforseta sýnir reyk stíga upp úr kæliturni orkuversins í borginni Energodar. Fjölmiðlaskrifstofa úkraínska forsetaembættisins Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18