Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2024 07:35 Tom Cruise var í aðalhlutverki á lokahátíðinni í gær... enda ekki öðru vanur. Getty/Fabrizio Bensch Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu. Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles. Snoop Dogg stal heldur betur senunni á leikunum í París og bætti svo um betur og dró Dr. Dre með sér á sviðið í Los Angeles.Getty/LA28/Kevin Mazur Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram. Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi. Sjá má þetta stórfenglega atriði hér. Frakkland Bandaríkin Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu. Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles. Snoop Dogg stal heldur betur senunni á leikunum í París og bætti svo um betur og dró Dr. Dre með sér á sviðið í Los Angeles.Getty/LA28/Kevin Mazur Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram. Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi. Sjá má þetta stórfenglega atriði hér.
Frakkland Bandaríkin Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira