Stúlka og kona stungnar á Leicester torgi Oddur Ævar Gunnarsson og Kjartan Kjartansson skrifa 12. ágúst 2024 12:34 Mynd er úr safni. EPA-EFE/NEIL HALL Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester torgi í miðborg London í morgun. Þær hafa verið færðar á sjúkrahús, ekki í lífshættu, og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira