Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Pútín hlustar á leiðtoga hersins og þjóðaröryggismála á fundi um ástandið í Kúrsk sem var sjónvarpað frá í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17
Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39