Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:02 Musk og Trump fóru um víðan völl en á sama tíma og forsetinn fyrrverandi réðist á Kamölu Harris sagði hann hana fallega á nýrri forsíðu Time og líkti henni við eiginkonu sína. Getty/NurPhoto/Jakub Porzycki Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. „Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
„Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira