Ert þú „svolítið OCD“? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. Þráhyggja og árátta telst nefnilega til tíu mest hamlandi kvilla sem hrjáð geta manninn og heldur fólki í heljargreipum svo árum eða áratugum skiptir. Einkennin sem teljast til þráhyggju og áráttu eru tvíþætt: Annars vegar fær fólk áleitnar og óboðnar hugsanir, hugsýnir eða hvatir um hið versta sem það getur ímyndað sér, eins og það að misnota barn, hrinda einhverjum fyrir bíl eða valda eldsvoða. Hins vegar leiðist fólk út í áráttur sem koma eiga í veg fyrir það versta eða draga úr þjáningunni sem þráhyggjan skapar. Áráttur geta átt sér stað í huganum, eins og þegar talið er í hljóði eða óþægilegar hugsanir jafnaðar út. Þær gera einnig verið sýnilegar, endurteknar athafnir eins og það að þvo sér í sífellu um hendurnar eða margyfirfara læsingar. Til að fólk teljist vera með þráhyggju og áráttu þarf vandinn að taka upp að minnsta kosti klukkustund dag, valda vanlíðan eða skerða lífsgæði. Um 70% fólks í þessum hópi þróar með sér aðrar geðraskanir og fer þunglyndi þar fremst í flokki. Skiljanlega dregur vandinn úr fólki, enda má vel ímynda sér að það sé lýjandi að eyða fleiri tímum á dag í það sem aðrir telja óþarft. Eins og það að margyfirfara heimilissorpið til að tryggja að engin verðmæti hafi slæðst í ruslið eða að sótthreinsa allt sem fer inn fyrir hússins dyr. Stundum fer fjölskyldan að taka þátt í áráttum til að létta undir með þeim sem um ræðir. Flestir hafa reynt að brjótast úr viðjum þráhyggjunnar á einhverjum tímapunkti en ekki haft erindi sem erfiði. Meðferðarárangur góður Góðu fréttirnar eru þær að til eru öflug meðferðarúrræði við þráhyggju og áráttu. Öflugasta úrræðið er hugræn atferlismeðferð en þar er unnið markvisst að því að uppræta vítahringinn sem myndast hefur. Þá meðferð má bæði fá í formi einstaklings- og hópmeðferðar og er lítill munur á árangrinum. Meðferðartímar geta verið með ýmsu sniði; þeir geta staðið yfir í klukkutíma eða lengur og átt sér stað vikulega eða með styttra millibili. Hérlendis má líka fá svokallaða „fjögurra daga meðferð“ sem líkja má við OCD-vinnubúðir. Sú meðferð fer fram í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur lungað úr deginum með sínum sálfræðingi milli þess sem hann hittir hópinn og fær fregnir af afrekum hans. Að þessum dögum loknum eru um 70% þátttakenda lausir úr greipum þráhyggjunnar og 90% betri en áður var. Árangurinn virðist haldast í einhver ár hið minnsta, ef marka má eftirfylgdarrannsóknir sem gerðar hafa verið. Eins og sjá má er heilmikil von um bata og er um að gera að leita sér aðstoðar og segja starfinu hjá OCD hf lausu. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. Þráhyggja og árátta telst nefnilega til tíu mest hamlandi kvilla sem hrjáð geta manninn og heldur fólki í heljargreipum svo árum eða áratugum skiptir. Einkennin sem teljast til þráhyggju og áráttu eru tvíþætt: Annars vegar fær fólk áleitnar og óboðnar hugsanir, hugsýnir eða hvatir um hið versta sem það getur ímyndað sér, eins og það að misnota barn, hrinda einhverjum fyrir bíl eða valda eldsvoða. Hins vegar leiðist fólk út í áráttur sem koma eiga í veg fyrir það versta eða draga úr þjáningunni sem þráhyggjan skapar. Áráttur geta átt sér stað í huganum, eins og þegar talið er í hljóði eða óþægilegar hugsanir jafnaðar út. Þær gera einnig verið sýnilegar, endurteknar athafnir eins og það að þvo sér í sífellu um hendurnar eða margyfirfara læsingar. Til að fólk teljist vera með þráhyggju og áráttu þarf vandinn að taka upp að minnsta kosti klukkustund dag, valda vanlíðan eða skerða lífsgæði. Um 70% fólks í þessum hópi þróar með sér aðrar geðraskanir og fer þunglyndi þar fremst í flokki. Skiljanlega dregur vandinn úr fólki, enda má vel ímynda sér að það sé lýjandi að eyða fleiri tímum á dag í það sem aðrir telja óþarft. Eins og það að margyfirfara heimilissorpið til að tryggja að engin verðmæti hafi slæðst í ruslið eða að sótthreinsa allt sem fer inn fyrir hússins dyr. Stundum fer fjölskyldan að taka þátt í áráttum til að létta undir með þeim sem um ræðir. Flestir hafa reynt að brjótast úr viðjum þráhyggjunnar á einhverjum tímapunkti en ekki haft erindi sem erfiði. Meðferðarárangur góður Góðu fréttirnar eru þær að til eru öflug meðferðarúrræði við þráhyggju og áráttu. Öflugasta úrræðið er hugræn atferlismeðferð en þar er unnið markvisst að því að uppræta vítahringinn sem myndast hefur. Þá meðferð má bæði fá í formi einstaklings- og hópmeðferðar og er lítill munur á árangrinum. Meðferðartímar geta verið með ýmsu sniði; þeir geta staðið yfir í klukkutíma eða lengur og átt sér stað vikulega eða með styttra millibili. Hérlendis má líka fá svokallaða „fjögurra daga meðferð“ sem líkja má við OCD-vinnubúðir. Sú meðferð fer fram í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur lungað úr deginum með sínum sálfræðingi milli þess sem hann hittir hópinn og fær fregnir af afrekum hans. Að þessum dögum loknum eru um 70% þátttakenda lausir úr greipum þráhyggjunnar og 90% betri en áður var. Árangurinn virðist haldast í einhver ár hið minnsta, ef marka má eftirfylgdarrannsóknir sem gerðar hafa verið. Eins og sjá má er heilmikil von um bata og er um að gera að leita sér aðstoðar og segja starfinu hjá OCD hf lausu. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun