Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:53 Í gögnunum sem var lekið var meðal annars löng skýrsla sem framboð Trump gerði um J.D. Vance, kosti hans og galla, áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. AP/Ben Bray Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira