Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 15:49 Flóttamenn frá Kúrsk koma til Moskvu þar sem tímabundin skýli hafa verið sett upp fyrir fólk sem flýr átökin í héraðinu. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent