Eyddu sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 13:31 Sprengjan var af gerðinni mortar sem skotið var úr sprengjuvörpum í seinni heimsstyrjöldinni. Grenndargralið Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel. Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát. Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát.
Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24