Óheillaþróun á íslenskum vinnumarkaði Gunnar Sigvaldason og Árni B. Björnsson skrifa 15. ágúst 2024 07:30 Samningsréttur háskólamenntaðra í skötulíki. Í mars á þessu ári var gerður langtímasamningur við stærstu stéttarfélögin í landinu, þ.m.t. Eflingu og VR. Í nafni stöðugleika var sú lína dregin að önnur stéttarfélög ættu að fara sömu leið, ekki væri meira í boði. Að stefna að stöðugleika er gott og gilt en þegar háskólamenntaðir hafa borið minna úr býtum við samningaborðið um óeðlilega langt skeið er það beinlínis skylda stéttarfélaga eins og Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) að spyrna við fótum. Rétt er að minna á að Verkfræðingafélag Íslands var aðili að yfirlýsingu 22 stéttarfélaga háskólamenntaðra í marsmánuði sl. Þar var minnt á hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og var úrbóta krafist. Á þetta er ekki hlustað. Niðurstaðan á að vera áframhaldandi kjararýrnun og það sem kallað hefur verið öfug launaþróun fyrir háskólamenntaða. Viðsemjendur hafa ekki vikið frá þeirri launastefnu sem nú þegar hefur verið gefin út á markaði, þ. e. fjögurra ára samningur með 3,25% hækkun fyrsta árið og 3,5% næstu þrjú árin. Skiptir þá engu sú staðreynd að kaupmáttur verkfræðinga og tæknifræðinga, og annarra háskólahópa, hefur ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hefur hlutfallslega aukist um 29% frá aldamótum (skv. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2022). Samningaviðræður ekki réttnefni Mikillar óánægju gætir meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, hvort sem það er á almennum eða opinberum markaði. Er það samdóma álit að samningaviðræður séu ekki réttnefni. Samninganefndum er afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu og minnst var á hér að ofan. Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar. Heildarkostnaðarmat þeirra samninga hefur verið áætlað í kringum 17,2% á þessum fjórum árum og þar af hefur hvert félag haft um 0,7% til ráðstöfunar í sérkröfur sem eingöngu á við það umhverfi sem þeir starfa í. Sem dæmi hefur verið nefnt að þessi 0,7% gætu nýst í meiri orlofsávinnslu, hærra framlag í sjóði, leiðréttingu á launatöflum og öðru sem félagsmenn viðkomandi félags hafa óskað eftir. Þetta breytir engu um stóru myndina um hversu háskólamenntaðir hafa dregist aftur úr. Óeðlileg völd Samtaka atvinnulífsins Flest hálfopinber fyrirtæki hafa framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins og það hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga einnig gert. Á þeim vettvangi hefur stefnan verið sú að launaliður er ekki ræddur heldur er starfsmönnum gert að sækja sér launahækkanir í launaviðtölum. Reynsla félagsmanna VFÍ af launaviðtölum er misjöfn. Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum. Eins og áður var nefnt þá er það staðreynd að kaupmáttur sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki aukist með sambærilegum hætti á undanförnum áratugum og hjá ófaglærðu starfsfólki. Sú þróun er til þess fallin að letja einstaklinga að sækja sér æðri menntun. Nefna má sem dæmi að í stórum fyrirtækjasamningum í Svíþjóð hvarflar ekki að nokkrum manni að ófaglærðir fái hærri prósentuhækkun en háskólamenntaðir. Þar snúast samningaviðræður um getu, burði og vilja fyrirtækjanna að hækka launin. Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði. - Hið síðastnefnda á sérstaklega við um verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem skortur er á tæknimenntuðu fólki. Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði. Gunnar Sigvaldason, formaður Kjaradeildar VFÍ og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Samningsréttur háskólamenntaðra í skötulíki. Í mars á þessu ári var gerður langtímasamningur við stærstu stéttarfélögin í landinu, þ.m.t. Eflingu og VR. Í nafni stöðugleika var sú lína dregin að önnur stéttarfélög ættu að fara sömu leið, ekki væri meira í boði. Að stefna að stöðugleika er gott og gilt en þegar háskólamenntaðir hafa borið minna úr býtum við samningaborðið um óeðlilega langt skeið er það beinlínis skylda stéttarfélaga eins og Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) að spyrna við fótum. Rétt er að minna á að Verkfræðingafélag Íslands var aðili að yfirlýsingu 22 stéttarfélaga háskólamenntaðra í marsmánuði sl. Þar var minnt á hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og var úrbóta krafist. Á þetta er ekki hlustað. Niðurstaðan á að vera áframhaldandi kjararýrnun og það sem kallað hefur verið öfug launaþróun fyrir háskólamenntaða. Viðsemjendur hafa ekki vikið frá þeirri launastefnu sem nú þegar hefur verið gefin út á markaði, þ. e. fjögurra ára samningur með 3,25% hækkun fyrsta árið og 3,5% næstu þrjú árin. Skiptir þá engu sú staðreynd að kaupmáttur verkfræðinga og tæknifræðinga, og annarra háskólahópa, hefur ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hefur hlutfallslega aukist um 29% frá aldamótum (skv. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2022). Samningaviðræður ekki réttnefni Mikillar óánægju gætir meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, hvort sem það er á almennum eða opinberum markaði. Er það samdóma álit að samningaviðræður séu ekki réttnefni. Samninganefndum er afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu og minnst var á hér að ofan. Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar. Heildarkostnaðarmat þeirra samninga hefur verið áætlað í kringum 17,2% á þessum fjórum árum og þar af hefur hvert félag haft um 0,7% til ráðstöfunar í sérkröfur sem eingöngu á við það umhverfi sem þeir starfa í. Sem dæmi hefur verið nefnt að þessi 0,7% gætu nýst í meiri orlofsávinnslu, hærra framlag í sjóði, leiðréttingu á launatöflum og öðru sem félagsmenn viðkomandi félags hafa óskað eftir. Þetta breytir engu um stóru myndina um hversu háskólamenntaðir hafa dregist aftur úr. Óeðlileg völd Samtaka atvinnulífsins Flest hálfopinber fyrirtæki hafa framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins og það hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga einnig gert. Á þeim vettvangi hefur stefnan verið sú að launaliður er ekki ræddur heldur er starfsmönnum gert að sækja sér launahækkanir í launaviðtölum. Reynsla félagsmanna VFÍ af launaviðtölum er misjöfn. Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum. Eins og áður var nefnt þá er það staðreynd að kaupmáttur sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki aukist með sambærilegum hætti á undanförnum áratugum og hjá ófaglærðu starfsfólki. Sú þróun er til þess fallin að letja einstaklinga að sækja sér æðri menntun. Nefna má sem dæmi að í stórum fyrirtækjasamningum í Svíþjóð hvarflar ekki að nokkrum manni að ófaglærðir fái hærri prósentuhækkun en háskólamenntaðir. Þar snúast samningaviðræður um getu, burði og vilja fyrirtækjanna að hækka launin. Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði. - Hið síðastnefnda á sérstaklega við um verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem skortur er á tæknimenntuðu fólki. Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði. Gunnar Sigvaldason, formaður Kjaradeildar VFÍ og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun