Óttast aukna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra lekandabaktería Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 08:46 Lekandi orsakast af bakteríunni Neisserie gonerroheae. Getty/BSIP/UIG Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa áhyggjur af fjölgun tilvika sýklalyfjaónæmra lekandasýkinga. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn þar sem hefðbundin sýklalyf virkuðu ekki gegn sýkingunni. Samkvæmt umfjöllun Guardian greindust fimmtán með stofna lekanda sem reyndust ónæmir fyrir sýklalyfinu ceftriaxone á tímabilinu júní 2022 til maí 2024. Ceftriaxone er fyrsta val þegar einstaklingur greinist með lekanda. Nokkrir þessara fimmtán þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og fá blöndu af sýklalyfjum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar og alvarlegar afleiðingar, sem geta meðal annars verið bólgur í kviði og ófrjósemi. Fimm greindust með ofur-ónæma stofna lekanda, sem þýðir að bakteríurnar reyndust ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja. Fyrir árið 2022 höfðu aðeins níu tilvik af sýklalyfjaónæmum lekanda greinst á Englandi. Samkvæmt UK Health Security Agency (UKHSA) eru flestir þeirra sem hafa greinst gagnkynhneigðir og á þrítugsaldri. Þá eru flestir taldir hafa smitast utanlands en vitað er um smit innanlands. Um það bil 85 þúsund manns greindust með lekanda á Englandi í fyrra, þannig að um er að ræða afar lítinn fjölda. Kynsjúkdómasmitum fer hins vegar fjölgandi og sérfræðingar hafa áhyggjur af því að aukin útbreiðsla gæti leitt til aukins sýklalyfjaónæmis. Í versta falli gæti farið svo að ekki verði hægt að meðhöndla lekanda og því er fólk hvatt til að nota smokkinn og láta athuga sig ef grunur leikur á smiti. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland England Kynlíf Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian greindust fimmtán með stofna lekanda sem reyndust ónæmir fyrir sýklalyfinu ceftriaxone á tímabilinu júní 2022 til maí 2024. Ceftriaxone er fyrsta val þegar einstaklingur greinist með lekanda. Nokkrir þessara fimmtán þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og fá blöndu af sýklalyfjum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar og alvarlegar afleiðingar, sem geta meðal annars verið bólgur í kviði og ófrjósemi. Fimm greindust með ofur-ónæma stofna lekanda, sem þýðir að bakteríurnar reyndust ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja. Fyrir árið 2022 höfðu aðeins níu tilvik af sýklalyfjaónæmum lekanda greinst á Englandi. Samkvæmt UK Health Security Agency (UKHSA) eru flestir þeirra sem hafa greinst gagnkynhneigðir og á þrítugsaldri. Þá eru flestir taldir hafa smitast utanlands en vitað er um smit innanlands. Um það bil 85 þúsund manns greindust með lekanda á Englandi í fyrra, þannig að um er að ræða afar lítinn fjölda. Kynsjúkdómasmitum fer hins vegar fjölgandi og sérfræðingar hafa áhyggjur af því að aukin útbreiðsla gæti leitt til aukins sýklalyfjaónæmis. Í versta falli gæti farið svo að ekki verði hægt að meðhöndla lekanda og því er fólk hvatt til að nota smokkinn og láta athuga sig ef grunur leikur á smiti. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland England Kynlíf Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira