Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 09:31 vísir / ívar Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira