Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Brynja Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2024 15:31 Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. Mögulega yrði erfitt að halda í gildi Breaking stílsins, því stofnanavæðing vestræns markaðssamfélags hefur tilhneygingu til að steypa dansara í tiltekin staðalmót íþrótta- og danssambanda og sviðslista á kostnað listarinnar sjálfrar. Þetta hefur verið barátta fólks innan samfélagsins til margra ára og hefur nú komist í umræðuna opinberlega. Street dans er regnhlífarhugtak yfir: Break, Hiphop, House, Popping, Locking, Vogueing, Waacking ofl. sem verða til á eigin forsendum utan dansskóla og klassískrar sviðsmenningar í danslistum. Dans sem verður til á dansgólfum klúbba, úti á götu og í partýjum. Mótun stílana hefur alfarið verið í höndum iðkenda, brautryðjendur eru Black og Latin fólk í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Orðaforði stílana og tækni dansaranna eflist með árunum og viðmiðið hækkar samhliða breikkun menningar í tónlist og dansi. Í dag eru Street dansformin einhver þau vinsælustu á heimsvísu. Tónlist er lykilatriði þessara dansstíla og skilgreinir þar á meðal Breaking stílinn. Street stílarnir byggja allir á spuna sem fer eftir tóneyra dansarans. Þó að kraftmikil spor séu tekin á gólfi og svipi til fimleika eða annarra dýnamískra list- og íþrótta forma þá eru þau fyrst og fremst dæmd á tóneyra dansarans. Breaking snýst um dansinn en ekki ,,trikkin". Ef þú mætir í Break battl og bombar út stjarnfræðilega erfiðum og þyngdarafls ögrandi kraftsporum (e. power moves), en sýnir ekki fram á að þú getir dansað eða sett hreyfingar þínar við tónlistina þá tapar þú gegn andstæðingi sem gerir eitt freeze og nokkrar útgáfur af six step (grunnspor) ásamt því að DANSA við tónlistina. Fegurð og natni stílsins felst í framkvæmd hreyfinganna, hversu flóknar sem þær eru þurfa þær að passa við tónlistina og að sjálfsögðu þarftu að sýna fram á að þú kunnir grunnspor stílsins og sért vel að þér í hreyfi- og stemmningar tungumáli Breaking. Breaking er fyrsti dansstíll Hiphop menningarinnar Hiphop menningin er brennidepill Breaking. Dansstíllinn er eitt fyrsta listformið sem varð til í byrjun 8. áratugarins í Bronx hverfi New York borgar þegar angar Hiphop menningarinnar litu fyrst dagsins ljós. Menningin samanstendur af fimm þáttum: Rappi, graffiti, breaking, DJ'ing og skilningi á samfélagslega fyrirbærinu Hiphopi. Hljóð heimurinn er trommu pásur fönklaga sem voru lengdar með tveimur turntables spilandi sama lag sem gerði plötusnúðum kleift að fara fram og til baka innan sömu pásunnar í lögunum. Sami hljóðheimur blés lífi í uppruna rappsins og þaðan heldur sér viss stemmning sem hiphop hausar þekkja vel og er sá skilningur er eitt það mikilvægasta í túlkun dansara í Break og Hiphop stílunum. Í þessari jöfnu má ekki gleyma því að allur hreyfiheimurinn kemur frá bakgrunni fátæktar, kúgunar og innri styrk þeirra sem eru í þessum aðstæðum. Landnám - menningarnám Sagan hófst með mansali á svörtu fólki, þrældómi þeirra og áframhaldandi takmörkun á réttindum afkomenda þeirra. Svo hefur hnattvæðing átt sér stað með tilkomu Hiphop menningar. Hér þurfum við vestræna forréttindafólkið að passa okkur að skreyta ekki þessar aðstæður með eitraðri jákvæðni og líta framhjá því að brautryðjendur og áhrifavaldar stílana búa enn við aðstæður þar sem þau fá ekki sömu tækifæri og við. Við sem höfum meiri forréttindi erum í þeirri stöðu að geta tekið við Breaking listforminu í blóma og sett það - með okkar skilningi á dansinum - á stór svið, dæmt það í keppnum sem eru vinsælar í sjónvarpi og kennt það í dansskólum innan landa okkar. Það áhrifamesta er líklega þrýstingurinn frá íþrótta- og danssamböndum um að reglugera dansformin. Oft standa þar að baki danskennarar utan Street danssamfélagsins sem vilja greiðan aðgang að menningu svo þau geti selt vinsæla vöru óáreitt. Þessu má líkja við landtöku eða menningarnám. Áhrif menningarnáms Framkoma Raygun á Ólympíuleikunum og hennar staða í akademísku samhengi þar sem hún skrifaði lokaritgerð sína fyrir doktorsnám um Breaking, getur dregið dilk á eftir sér. Mikilvægt er að muna að ekki er hægt að fá gráðu í Street dansstílum. Listfengi stílanna felst í því að þeir þróast utan þessa kerfis. Raygun hefur birt fræðigreinar um Hiphop menningu og Breaking og hennar skilningur gæti orðið að viðmiði hjá fólki sem nýtir gildismat akademíu og ólympíuleika. “Væri ekki bara gott fyrir menninguna að fá stóran vettvang sbr. Ólympíuleikana til að sýna listina?” Jú, á marga vegu er frábært að koma Breaking aftur á alheims kortið en ef ,,showið” er á kostnað grundvallaratriða eins og gildismats samfélagsins þá erum við komin á hálan ís. Tónlistin heldur áfram með eða án okkar Við þurfum að gefa nýjum hugmyndum raunverulegt brautargengi. Takmarkaður skilningur okkar á dansformunum á ekki að vera til þess að við brytjum þau niður í bitastærð svo einfaldara sé að kyngja þeim. Staðalhugmyndir þurfa að breytast, með tilkomu Hiphop menningar hefur löngu orðið breyting á því hvernig vinsælustu dansform heims líta út. Hnattvæðingin er hafin, vestrænu gildin eru ekki við stjórnvölinn lengur og það er kominn tími til að aðlagast nýjum takti. Höfundur er hiphophaus og eigandi eina sérhæfða Street dansskóla landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. Mögulega yrði erfitt að halda í gildi Breaking stílsins, því stofnanavæðing vestræns markaðssamfélags hefur tilhneygingu til að steypa dansara í tiltekin staðalmót íþrótta- og danssambanda og sviðslista á kostnað listarinnar sjálfrar. Þetta hefur verið barátta fólks innan samfélagsins til margra ára og hefur nú komist í umræðuna opinberlega. Street dans er regnhlífarhugtak yfir: Break, Hiphop, House, Popping, Locking, Vogueing, Waacking ofl. sem verða til á eigin forsendum utan dansskóla og klassískrar sviðsmenningar í danslistum. Dans sem verður til á dansgólfum klúbba, úti á götu og í partýjum. Mótun stílana hefur alfarið verið í höndum iðkenda, brautryðjendur eru Black og Latin fólk í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Orðaforði stílana og tækni dansaranna eflist með árunum og viðmiðið hækkar samhliða breikkun menningar í tónlist og dansi. Í dag eru Street dansformin einhver þau vinsælustu á heimsvísu. Tónlist er lykilatriði þessara dansstíla og skilgreinir þar á meðal Breaking stílinn. Street stílarnir byggja allir á spuna sem fer eftir tóneyra dansarans. Þó að kraftmikil spor séu tekin á gólfi og svipi til fimleika eða annarra dýnamískra list- og íþrótta forma þá eru þau fyrst og fremst dæmd á tóneyra dansarans. Breaking snýst um dansinn en ekki ,,trikkin". Ef þú mætir í Break battl og bombar út stjarnfræðilega erfiðum og þyngdarafls ögrandi kraftsporum (e. power moves), en sýnir ekki fram á að þú getir dansað eða sett hreyfingar þínar við tónlistina þá tapar þú gegn andstæðingi sem gerir eitt freeze og nokkrar útgáfur af six step (grunnspor) ásamt því að DANSA við tónlistina. Fegurð og natni stílsins felst í framkvæmd hreyfinganna, hversu flóknar sem þær eru þurfa þær að passa við tónlistina og að sjálfsögðu þarftu að sýna fram á að þú kunnir grunnspor stílsins og sért vel að þér í hreyfi- og stemmningar tungumáli Breaking. Breaking er fyrsti dansstíll Hiphop menningarinnar Hiphop menningin er brennidepill Breaking. Dansstíllinn er eitt fyrsta listformið sem varð til í byrjun 8. áratugarins í Bronx hverfi New York borgar þegar angar Hiphop menningarinnar litu fyrst dagsins ljós. Menningin samanstendur af fimm þáttum: Rappi, graffiti, breaking, DJ'ing og skilningi á samfélagslega fyrirbærinu Hiphopi. Hljóð heimurinn er trommu pásur fönklaga sem voru lengdar með tveimur turntables spilandi sama lag sem gerði plötusnúðum kleift að fara fram og til baka innan sömu pásunnar í lögunum. Sami hljóðheimur blés lífi í uppruna rappsins og þaðan heldur sér viss stemmning sem hiphop hausar þekkja vel og er sá skilningur er eitt það mikilvægasta í túlkun dansara í Break og Hiphop stílunum. Í þessari jöfnu má ekki gleyma því að allur hreyfiheimurinn kemur frá bakgrunni fátæktar, kúgunar og innri styrk þeirra sem eru í þessum aðstæðum. Landnám - menningarnám Sagan hófst með mansali á svörtu fólki, þrældómi þeirra og áframhaldandi takmörkun á réttindum afkomenda þeirra. Svo hefur hnattvæðing átt sér stað með tilkomu Hiphop menningar. Hér þurfum við vestræna forréttindafólkið að passa okkur að skreyta ekki þessar aðstæður með eitraðri jákvæðni og líta framhjá því að brautryðjendur og áhrifavaldar stílana búa enn við aðstæður þar sem þau fá ekki sömu tækifæri og við. Við sem höfum meiri forréttindi erum í þeirri stöðu að geta tekið við Breaking listforminu í blóma og sett það - með okkar skilningi á dansinum - á stór svið, dæmt það í keppnum sem eru vinsælar í sjónvarpi og kennt það í dansskólum innan landa okkar. Það áhrifamesta er líklega þrýstingurinn frá íþrótta- og danssamböndum um að reglugera dansformin. Oft standa þar að baki danskennarar utan Street danssamfélagsins sem vilja greiðan aðgang að menningu svo þau geti selt vinsæla vöru óáreitt. Þessu má líkja við landtöku eða menningarnám. Áhrif menningarnáms Framkoma Raygun á Ólympíuleikunum og hennar staða í akademísku samhengi þar sem hún skrifaði lokaritgerð sína fyrir doktorsnám um Breaking, getur dregið dilk á eftir sér. Mikilvægt er að muna að ekki er hægt að fá gráðu í Street dansstílum. Listfengi stílanna felst í því að þeir þróast utan þessa kerfis. Raygun hefur birt fræðigreinar um Hiphop menningu og Breaking og hennar skilningur gæti orðið að viðmiði hjá fólki sem nýtir gildismat akademíu og ólympíuleika. “Væri ekki bara gott fyrir menninguna að fá stóran vettvang sbr. Ólympíuleikana til að sýna listina?” Jú, á marga vegu er frábært að koma Breaking aftur á alheims kortið en ef ,,showið” er á kostnað grundvallaratriða eins og gildismats samfélagsins þá erum við komin á hálan ís. Tónlistin heldur áfram með eða án okkar Við þurfum að gefa nýjum hugmyndum raunverulegt brautargengi. Takmarkaður skilningur okkar á dansformunum á ekki að vera til þess að við brytjum þau niður í bitastærð svo einfaldara sé að kyngja þeim. Staðalhugmyndir þurfa að breytast, með tilkomu Hiphop menningar hefur löngu orðið breyting á því hvernig vinsælustu dansform heims líta út. Hnattvæðingin er hafin, vestrænu gildin eru ekki við stjórnvölinn lengur og það er kominn tími til að aðlagast nýjum takti. Höfundur er hiphophaus og eigandi eina sérhæfða Street dansskóla landsins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun