Skoðun

Að gráta í rigningunni - og dansa

Jón Þór Ólafsson skrifar

Gamalt spakmæli segir að: „Breyting orsakar ekki þjáningu, að streitast á móti breytingu orsakar þjáningu.“- Að blotna í rigningu getu verið óþægilegt, en það að streitast á móti upplifuninni getur gert hana miklu óþægilegri.

Andstæðan við það að streitast á móti upplifun er kallað „willingness” í sálfræði - að raunverulega vilja upplifa það sem er til staðar, þó það sé óþægilegt. - (Hvað væri góð þýðing á “willingnes”?)

„Willingness” að upplifa óþægilegar tilfinningar getur mjög fljótt gert þær léttbærari, og til lengri tíma þá virðist það líka vera nauðsynlegt til að festast ekki í erfiðum tilfinninga flækjum og geta leyst úr þeim sem eru komnar í hnút.

Þegar við höfum fengið nóg af því að bæla eða flýja tilfinningaleg óþægindi, með tilheyrandi þunglyndi, kvíða, áráttu, fíkn og kulnun, þá fáum við kannski tækifæri til að prófa “Willingness” - og gráta í rigningunni - og dansa - og finna meira frelsi til að líða betur.

Höfundur er sálfræðinemi.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×