Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:29 Úkraínskir hermenn snúa aftur frá Rússlandi. AP/Evgeniy Maloletka Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru. Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru.
Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira