Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 12:35 Lögreglan segir mikilvægt að tilkynna ef ekið er á fólk enda séu áverkar ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að atvikið hafi átt sér stað á Vatnsendavegi við Ögurhvarf um þrjú leytið á miðvikudag. Stúlkan hafi gengið ásamt vinkonu sinni til vestur og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Stúlkan er sögð hafa hafnað á vélarhlíf bílsins og runnið síðan af henni. Ökumaðurinn hafi ekki skeytt neinu um það og ekið rakleiðis af vettvangi. Stúlkan hafi farið heim til sín og látið foreldra sína vita en þeir höfðu svo samband við lögreglu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl stúlkunnar en lögreglan tekur sérstaklega fram að enginn ökumaður hafi séð ástæðu til þess að stoppa og athuga líðan hennar þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að ganga úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið við uppákomur sem þessar. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst því ákverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is. Kópavogur Lögreglumál Bílar Samgönguslys Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að atvikið hafi átt sér stað á Vatnsendavegi við Ögurhvarf um þrjú leytið á miðvikudag. Stúlkan hafi gengið ásamt vinkonu sinni til vestur og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Stúlkan er sögð hafa hafnað á vélarhlíf bílsins og runnið síðan af henni. Ökumaðurinn hafi ekki skeytt neinu um það og ekið rakleiðis af vettvangi. Stúlkan hafi farið heim til sín og látið foreldra sína vita en þeir höfðu svo samband við lögreglu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl stúlkunnar en lögreglan tekur sérstaklega fram að enginn ökumaður hafi séð ástæðu til þess að stoppa og athuga líðan hennar þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að ganga úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið við uppákomur sem þessar. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst því ákverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is.
Kópavogur Lögreglumál Bílar Samgönguslys Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira