Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu FH í Keflavík og öll hin úr Bestu deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2024 14:31 FH-ingar komu til baka eftir að hafa lent 3-0 undir gegn Keflvíkingum og unnu leikinn. vísir/diego Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum. FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
„Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00
„Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56