Frönsku landsliðsmennirnir tryggðu PSG sigur í fyrsta leiknum án Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:47 Leikmenn PSG fagna marki í leiknum í kvöld. Vísir/EPA PSG lék í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku deildinni síðan Kylian Mbappe hvarf á braut til Real Madrid. Þá var stórlið Bayern Munchen í eldlínunni í þýska bikarnum. Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð. Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð.
Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira