Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Lovísa Arnardóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 17. ágúst 2024 23:40 Loka þarf leikskólanum Grandaborg tímabundið í vetur. Mynd/Reykjavíkurborg Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. Þetta kemur fram í svari borgarinnar til fréttastofu en spurt var hversu margir leik- og grunnskólar borgarinnar væru óstarfhæfir og hvar nemendur verði til húsa ef ekki er hægt að vera í venjulegu húsnæði skólans. Þeir leikskólar sem um ræðir eru Hálsaskógur, Grandaborg, Garðaborg, Árborg, Hlíð, Laugasól, Vesturborg, Brákarborg og Sunnuás. Í leikskólanum Hálsaskógi er starfsemi skert en þar eru framkvæmdir í öðru húsi skólans. Á Grandaborg er starfsemi einnig skert en áætlað að loka leikskólanum frá september og til maí á næsta ári. Á Garðaborg er einnig skert starfsemi. „Þau börn sem eftir eru í leikskólanum hafa verið í gömlu Brákarborg við Brákarsund en munu brátt flytjast í Kvistaborg og aðra leikskóla í hverfi 108 þar sem leikskólinn lokar. Húsnæðið verður hluti af leikskólanum Jörfa þegar að framkvæmdum lýkur,“ segir í svari borgarinnar og að áætluð verklok séu í mars 2025. Loka þurfti leikskólanum Brákarborg vegna galla í hönnun byggingarinnar.Mynd/Reykjavíkurborg Starfsemi leikskólans Árborgar er í húsnæði Selásskóla á meðan framkvæmdir standa yfir og börn sem eru í leikskólanum Hlíð eru í öðru húsi skólans á meðan hitt er lagað. Í Laugasól er annað hús skólans óstarfhæft og hafa börnin sem þar eiga að dvelja verið í húsnæði í Safamýri frá því í maí á þessu ári. Á Vesturborg er skert starfsemi vegna þess að eldra hús leikskólans þurfti að taka úr notkun. Starfsemi Brákarborgar hefur svo verið að hluta flutt í Ármúla en elstu börn leikskólans eru í húsnæði frístundaheimilisins Glaðheima. Þegar húsnæði gömlu Brákarborgar við Brákarsund losnar í september verður hluti starfseminnar þar. Starfsemi leikskólans Sunnuás er nú í Ævintýraborg við lóð leikskólans næst Laugarnesvegi. Hólabrekkuskóli er eini skólinn þar sem starfsemi er skert en 7.-10. bekkur er í Korpuskóla vegna framkvæmda á húsnæði skólans. Enginn óstarfhæfur skóli í öðrum sveitarfélögum Í öðrum sveitarfélögum eru framkvæmdir við einhverja skóla en enginn þeirra óstarfhæfur. Sem dæmi eru framkvæmdir í Garðaskóla í Garðabæ en nemendur í skólanum auk þess sem færanlegar kennslustofur eru við skólann. Allir leik- og grunnskólar í Mosfellsbæ verða starfandi í haust samkvæmt upplýsingum frá bænum. Í einum leikskóla verður þó færri börnum tekið inn en upphaflega var gert ráð fyrir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á húsnæðinu. Þeim börnum sem ekki komust að þar hefur verið komið fyrir í öðrum leikskólum samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ. Í Hafnarfirði eru allir leikskólar starfhæfir.Mynd/Hafnarfjarðarbær Allir leik- og grunnskólar í Hafnarfirði eru starfhæfir fyrir nýjan skólavetur. Á Seltjarnarnesi er leikskólastarf hafið og grunnskólar verða, samkvæmt svörum frá bænum, starfhæfir frá skólabyrjun, þrátt fyrir að framkvæmdir verði þar í gangi jafnhliða skólastarfi. Í Kópavogi eru allir leik- og grunnskólar starfhæfir við upphaf skólaárs. Fram kemur í svari frá bæjaryfirvöldum að unnið sé að endurbótum í húsnæði tveggjaleikskóla í Kópavogi vegna myglu sem greindist þar síðastliðinn vetur. Leikskólinn Álfaheiði flutti hluta af starfsemi sinni, tvær deildir, í húsnæði Skátafélagsins Kópa mánaðamótin apríl og maí. Í svari bæjaryfirvalda segir að hhúsnæði Skátanna sé stutt frá leikskólanum og að leikskólastarfið hafi gengið vel þar. Þá flutti leikskólinn Fagrabrekka starfsemi tveggja deilda í húsnæði við Furugrund 3 í byrjun febrúar. Í svari bæjarins segir að húsnæðið sé í sama hverfi og leikskólinn og starfsfólk og börn njóti þess að annar leikskóli er þar við hliðina. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Kópavogsbæ. Uppfærð klukkan 18:04 þann 18.8.2024. Skóla- og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8. ágúst 2024 20:49 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í svari borgarinnar til fréttastofu en spurt var hversu margir leik- og grunnskólar borgarinnar væru óstarfhæfir og hvar nemendur verði til húsa ef ekki er hægt að vera í venjulegu húsnæði skólans. Þeir leikskólar sem um ræðir eru Hálsaskógur, Grandaborg, Garðaborg, Árborg, Hlíð, Laugasól, Vesturborg, Brákarborg og Sunnuás. Í leikskólanum Hálsaskógi er starfsemi skert en þar eru framkvæmdir í öðru húsi skólans. Á Grandaborg er starfsemi einnig skert en áætlað að loka leikskólanum frá september og til maí á næsta ári. Á Garðaborg er einnig skert starfsemi. „Þau börn sem eftir eru í leikskólanum hafa verið í gömlu Brákarborg við Brákarsund en munu brátt flytjast í Kvistaborg og aðra leikskóla í hverfi 108 þar sem leikskólinn lokar. Húsnæðið verður hluti af leikskólanum Jörfa þegar að framkvæmdum lýkur,“ segir í svari borgarinnar og að áætluð verklok séu í mars 2025. Loka þurfti leikskólanum Brákarborg vegna galla í hönnun byggingarinnar.Mynd/Reykjavíkurborg Starfsemi leikskólans Árborgar er í húsnæði Selásskóla á meðan framkvæmdir standa yfir og börn sem eru í leikskólanum Hlíð eru í öðru húsi skólans á meðan hitt er lagað. Í Laugasól er annað hús skólans óstarfhæft og hafa börnin sem þar eiga að dvelja verið í húsnæði í Safamýri frá því í maí á þessu ári. Á Vesturborg er skert starfsemi vegna þess að eldra hús leikskólans þurfti að taka úr notkun. Starfsemi Brákarborgar hefur svo verið að hluta flutt í Ármúla en elstu börn leikskólans eru í húsnæði frístundaheimilisins Glaðheima. Þegar húsnæði gömlu Brákarborgar við Brákarsund losnar í september verður hluti starfseminnar þar. Starfsemi leikskólans Sunnuás er nú í Ævintýraborg við lóð leikskólans næst Laugarnesvegi. Hólabrekkuskóli er eini skólinn þar sem starfsemi er skert en 7.-10. bekkur er í Korpuskóla vegna framkvæmda á húsnæði skólans. Enginn óstarfhæfur skóli í öðrum sveitarfélögum Í öðrum sveitarfélögum eru framkvæmdir við einhverja skóla en enginn þeirra óstarfhæfur. Sem dæmi eru framkvæmdir í Garðaskóla í Garðabæ en nemendur í skólanum auk þess sem færanlegar kennslustofur eru við skólann. Allir leik- og grunnskólar í Mosfellsbæ verða starfandi í haust samkvæmt upplýsingum frá bænum. Í einum leikskóla verður þó færri börnum tekið inn en upphaflega var gert ráð fyrir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á húsnæðinu. Þeim börnum sem ekki komust að þar hefur verið komið fyrir í öðrum leikskólum samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ. Í Hafnarfirði eru allir leikskólar starfhæfir.Mynd/Hafnarfjarðarbær Allir leik- og grunnskólar í Hafnarfirði eru starfhæfir fyrir nýjan skólavetur. Á Seltjarnarnesi er leikskólastarf hafið og grunnskólar verða, samkvæmt svörum frá bænum, starfhæfir frá skólabyrjun, þrátt fyrir að framkvæmdir verði þar í gangi jafnhliða skólastarfi. Í Kópavogi eru allir leik- og grunnskólar starfhæfir við upphaf skólaárs. Fram kemur í svari frá bæjaryfirvöldum að unnið sé að endurbótum í húsnæði tveggjaleikskóla í Kópavogi vegna myglu sem greindist þar síðastliðinn vetur. Leikskólinn Álfaheiði flutti hluta af starfsemi sinni, tvær deildir, í húsnæði Skátafélagsins Kópa mánaðamótin apríl og maí. Í svari bæjaryfirvalda segir að hhúsnæði Skátanna sé stutt frá leikskólanum og að leikskólastarfið hafi gengið vel þar. Þá flutti leikskólinn Fagrabrekka starfsemi tveggja deilda í húsnæði við Furugrund 3 í byrjun febrúar. Í svari bæjarins segir að húsnæðið sé í sama hverfi og leikskólinn og starfsfólk og börn njóti þess að annar leikskóli er þar við hliðina. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Kópavogsbæ. Uppfærð klukkan 18:04 þann 18.8.2024.
Skóla- og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8. ágúst 2024 20:49 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. 8. ágúst 2024 20:49
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10
„Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04
Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46