Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2024 22:54 Utan Reykjavíkur bíða flest börn eftir plássi í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. Þetta kemur fram í svörum bæjar- og borgaryfirvalda til fréttastofu um fjölda barna á bið og aldur við innritun. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg var ekki hægt að fá upplýsingar um meðalaldur við innritun í leikskóla að svo stöddu. Samkvæmt svari er enn verið að innrita börn í sjálfstætt starfandi skóla og leikskóla og því liggur lokatala ekki fyrir. Gert er ráð fyrir því að skýrari mynd liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í Garðabæ eru alls 36 börn á bið eftir leikskólaplássi. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til fimm ára og sóttu öll um pláss á tímabilinu maí til ágúst. Úthlutun leikskólaplássa fer allajafna fram að vori í Garðabæ og samkvæmt svörum bæjarins fengu öll börn sem þá biðu pláss á leikskóla. Yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í Garðabæ eru tólf mánaða. Í Mosfellsbæ er meðalaldur innritaðra barna 17 til 18 mánaða og eru yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í bæjarfélaginu fædd í júlí árið 2023 og því 13 mánaða. Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Mosfellsbæ og er verið að vinna að umsóknum sem bárust eftir 1. júlí. Alls eru 23 börn á bið eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði. Allt eru það börn sem sótt var um pláss fyrir í sumar. Samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum er unnið að því að koma þeim að í leikskóla. Yngstu börnin sem fá leikskólapláss í haust í Hafnarfirði eru fædd í lok maí 2023 og verða því fimmtán mánaða þegar þau hefja leikskóladvöl. Fimm fjórtán mánaða á bið Á Seltjarnarnesi eru yngstu börnin sem eru innrituð fædd í maí 2023 og því um 15 mánaðar þegar skólastarf hefst. Alls eru fimm börn sem hafa náð 14 mánaða aldri á bið eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í Kópavogi eru yngstu börnin sem hafa fengið boð um innritun í leikskóla í haust fædd í apríl árið 2023 og verða því um 16 til 17 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Samkvæmt svörum bæjarins eru alls 141 barn á bið eftir plássi en flest eru þau fædd í ágúst árið 2023 eða alls 50 og því tólf mánaða í ágúst. Alls eru svo 30 börn á bið fædd í júlí 2023, 27 börn fædd í júní og svo 34 börn fædd í maí. Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum bæjar- og borgaryfirvalda til fréttastofu um fjölda barna á bið og aldur við innritun. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg var ekki hægt að fá upplýsingar um meðalaldur við innritun í leikskóla að svo stöddu. Samkvæmt svari er enn verið að innrita börn í sjálfstætt starfandi skóla og leikskóla og því liggur lokatala ekki fyrir. Gert er ráð fyrir því að skýrari mynd liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í Garðabæ eru alls 36 börn á bið eftir leikskólaplássi. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til fimm ára og sóttu öll um pláss á tímabilinu maí til ágúst. Úthlutun leikskólaplássa fer allajafna fram að vori í Garðabæ og samkvæmt svörum bæjarins fengu öll börn sem þá biðu pláss á leikskóla. Yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í Garðabæ eru tólf mánaða. Í Mosfellsbæ er meðalaldur innritaðra barna 17 til 18 mánaða og eru yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í bæjarfélaginu fædd í júlí árið 2023 og því 13 mánaða. Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Mosfellsbæ og er verið að vinna að umsóknum sem bárust eftir 1. júlí. Alls eru 23 börn á bið eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði. Allt eru það börn sem sótt var um pláss fyrir í sumar. Samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum er unnið að því að koma þeim að í leikskóla. Yngstu börnin sem fá leikskólapláss í haust í Hafnarfirði eru fædd í lok maí 2023 og verða því fimmtán mánaða þegar þau hefja leikskóladvöl. Fimm fjórtán mánaða á bið Á Seltjarnarnesi eru yngstu börnin sem eru innrituð fædd í maí 2023 og því um 15 mánaðar þegar skólastarf hefst. Alls eru fimm börn sem hafa náð 14 mánaða aldri á bið eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í Kópavogi eru yngstu börnin sem hafa fengið boð um innritun í leikskóla í haust fædd í apríl árið 2023 og verða því um 16 til 17 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Samkvæmt svörum bæjarins eru alls 141 barn á bið eftir plássi en flest eru þau fædd í ágúst árið 2023 eða alls 50 og því tólf mánaða í ágúst. Alls eru svo 30 börn á bið fædd í júlí 2023, 27 börn fædd í júní og svo 34 börn fædd í maí.
Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10
„ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13