Svar við bréfi Ernu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 19. ágúst 2024 06:01 Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, gagnrýnir málflutning minn og Viðskiptaráðs og óskar að lokum svara við spurningum sem hún varpar fram í greininni. Hér koma þau. Af orðalagi og heimildum Erna byrjar á því að tala um að það kveði við annan tón þar sem að niðurstaða úttektar Viðskiptaráðs hafði verið umorðuð úr „allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ í „verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Undirritaður sér í raun ekki mun á fullyrðingunum tveimur, enda draga þær báðar fram þá niðurstöðu okkar að afnám tolla leiði til allt að 43% verðlækkunar á matvörum. Við birtum alla útreikninga að baki úttektar okkar og stöndum við niðurstöðuna. Þá næst dregur Erna í efa að síðustu umfangsmiklu niðurfellingar á tollum hafi skilað sér til neytenda. Máli sínu til stuðnings vísar hún í frétt sem hún fann „ífljótheitum“ á vef DV, en þar er vitnað í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ sem hélt því gagnstæða fram. Á sama tíma virðist Erna hundsa þær heimildir sem lagðar voru fram í fyrri grein minni. Þar vitna ég í rannsókn sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins. Niðurstaða rannsóknarinnar er að niðurfelling tolla hafi sannarlega skilað sér til neytenda. Ég eftirlæt lesendum að meta hvor heimildin sé traustari. Íslenskar afurðir blómstra við samkeppni Erna veltir því síðan upp hvernig neytendur eigi að hagnast á niðurfellingu tolla, öðruvísi en að hætta að kaupa íslenskar matvörur. Við því er í raun einfalt svar. Neytendur hagnast vegna þess að aukin samkeppni skilar sér í lægra vöruverði og auknum gæðum allra matvara, líka þeirra íslensku. Þá spyr Erna í greininni hvers vegna Viðskiptaráð vilji ekki kannast við að samhliða niðurfellingu tolla á tómata, gúrkur og paprikur hafi verið teknar upp beingreiðslur til framleiðenda. Þetta verður að teljast sérstakt, þar sem að Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræddi þetta atriði í samtali við Ernu sjálfa í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Þar sagði hann að Viðskiptaráð væri til viðræðu um að auka niðurgreiðslur á móti niðurfellingu tolla. Aukið viðskiptafrelsi, til hagsbóta fyrir alla Síðan óskar Erna eftir frekari skýringum á því hvað Viðskiptaráð eigi við með að því að tollar séu felldir niður, hvort það eigi að gera það einhliða eða gagnvart ákveðnum ríkjum með viðskiptasamningum. Því er sjálfsagt að svara: Viðskiptaráð vill einhliða niðurfellingu. Einhliða niðurfelling gerir Íslandi samstundis kleift að njóta ávinnings viðskiptafrelsis í formi lægra vöruverðs og aukins vöruúrvals. Reynsla annarra ríkja hefur sýnt að slík aðgerð fórnar engu þegar kemur að markaðsaðgengi útflytjenda síðar meir. Nýja-Sjáland er dæmi um árangur þessarar leiðar. Þar voru innflutningstollar einhliða lækkaðir og innflutningstakmarkanir afnumdar á níunda áratugnum. Síðan þá hafa þarlend stjórnvöld gert fjölmarga hagfellda fríverslunarsamninga. Í þeim samningaviðræðum hafa stjórnvöld Nýja-Sjálands bent á eigin niðurfellingu sem röksemdafærslu fyrir því að viðsemjendur þeirra ættu að gera slíkt hið sama. Í kjölfar aðgerðanna hefur nýsjálenskur landbúnaður blómstrað. Greinin er nú alþjóðlega samkeppnishæf og hefur vaxið hratt. Reynsla Nýsjálendinga sýnir að til lengri tíma litið skilar niðurfelling tolla ekki bara ávinningi fyrir neytendur heldur einnig fyrir þær atvinnugreinar sem losna undan fjötrum haftabúskapar. Af frændum okkar í Færeyjum Í umræðum um Færeyjar, sem ég benti á í fyrri grein minni að leggðu enga tolla á Evrópusambandið, stærsta útflytjanda á vörum til Færeyja, að frátöldu lambakjöti og ferskum mjólkurvörum, nefnir Erna eðlisólíkt samband annars vegar Færeyja og ESB og hins vegar Íslands og ESB. Það er rétt athugun, en í henni felast ekki rök fyrir að viðhalda tollum. Að lokum segir Erna svo að Viðskiptaráð hafi ekki enn svarað hvers vegna vöruverð sé almennt hátt hér á landi, jafnvel á vörum sem koma tollfrjálst til landsins. Fyrir því eru bæði margar og augljósar ástæður sem hafa ekkert með tolla að gera. Í engri þeirra felast hins vegar rök fyrir því að viðhalda tollum á matvörur og halda verði þeirra hærra en ella. Í umræðu um tolla er auðvelt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hægt er að draga ýmislegt fram sem rök fyrir himinháum tollum á innflutt matvæli, líkt og samningsstöðu gagnvart ESB og hátt verð annarra vörutegunda. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að tollar eru í eðli sínu ofurskattar á innflutt matvæli sem bitna verst á neytendum. Afnám tolla myndi lækka matvöruverð og auka vöruúrval í íslenskum verslunum. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Smækkunar“gler Viðskiptaráðs Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. 15. ágúst 2024 20:31 Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01 Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, gagnrýnir málflutning minn og Viðskiptaráðs og óskar að lokum svara við spurningum sem hún varpar fram í greininni. Hér koma þau. Af orðalagi og heimildum Erna byrjar á því að tala um að það kveði við annan tón þar sem að niðurstaða úttektar Viðskiptaráðs hafði verið umorðuð úr „allt að 43% lægra matvöruverð án tolla“ í „verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Undirritaður sér í raun ekki mun á fullyrðingunum tveimur, enda draga þær báðar fram þá niðurstöðu okkar að afnám tolla leiði til allt að 43% verðlækkunar á matvörum. Við birtum alla útreikninga að baki úttektar okkar og stöndum við niðurstöðuna. Þá næst dregur Erna í efa að síðustu umfangsmiklu niðurfellingar á tollum hafi skilað sér til neytenda. Máli sínu til stuðnings vísar hún í frétt sem hún fann „ífljótheitum“ á vef DV, en þar er vitnað í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ sem hélt því gagnstæða fram. Á sama tíma virðist Erna hundsa þær heimildir sem lagðar voru fram í fyrri grein minni. Þar vitna ég í rannsókn sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins. Niðurstaða rannsóknarinnar er að niðurfelling tolla hafi sannarlega skilað sér til neytenda. Ég eftirlæt lesendum að meta hvor heimildin sé traustari. Íslenskar afurðir blómstra við samkeppni Erna veltir því síðan upp hvernig neytendur eigi að hagnast á niðurfellingu tolla, öðruvísi en að hætta að kaupa íslenskar matvörur. Við því er í raun einfalt svar. Neytendur hagnast vegna þess að aukin samkeppni skilar sér í lægra vöruverði og auknum gæðum allra matvara, líka þeirra íslensku. Þá spyr Erna í greininni hvers vegna Viðskiptaráð vilji ekki kannast við að samhliða niðurfellingu tolla á tómata, gúrkur og paprikur hafi verið teknar upp beingreiðslur til framleiðenda. Þetta verður að teljast sérstakt, þar sem að Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræddi þetta atriði í samtali við Ernu sjálfa í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Þar sagði hann að Viðskiptaráð væri til viðræðu um að auka niðurgreiðslur á móti niðurfellingu tolla. Aukið viðskiptafrelsi, til hagsbóta fyrir alla Síðan óskar Erna eftir frekari skýringum á því hvað Viðskiptaráð eigi við með að því að tollar séu felldir niður, hvort það eigi að gera það einhliða eða gagnvart ákveðnum ríkjum með viðskiptasamningum. Því er sjálfsagt að svara: Viðskiptaráð vill einhliða niðurfellingu. Einhliða niðurfelling gerir Íslandi samstundis kleift að njóta ávinnings viðskiptafrelsis í formi lægra vöruverðs og aukins vöruúrvals. Reynsla annarra ríkja hefur sýnt að slík aðgerð fórnar engu þegar kemur að markaðsaðgengi útflytjenda síðar meir. Nýja-Sjáland er dæmi um árangur þessarar leiðar. Þar voru innflutningstollar einhliða lækkaðir og innflutningstakmarkanir afnumdar á níunda áratugnum. Síðan þá hafa þarlend stjórnvöld gert fjölmarga hagfellda fríverslunarsamninga. Í þeim samningaviðræðum hafa stjórnvöld Nýja-Sjálands bent á eigin niðurfellingu sem röksemdafærslu fyrir því að viðsemjendur þeirra ættu að gera slíkt hið sama. Í kjölfar aðgerðanna hefur nýsjálenskur landbúnaður blómstrað. Greinin er nú alþjóðlega samkeppnishæf og hefur vaxið hratt. Reynsla Nýsjálendinga sýnir að til lengri tíma litið skilar niðurfelling tolla ekki bara ávinningi fyrir neytendur heldur einnig fyrir þær atvinnugreinar sem losna undan fjötrum haftabúskapar. Af frændum okkar í Færeyjum Í umræðum um Færeyjar, sem ég benti á í fyrri grein minni að leggðu enga tolla á Evrópusambandið, stærsta útflytjanda á vörum til Færeyja, að frátöldu lambakjöti og ferskum mjólkurvörum, nefnir Erna eðlisólíkt samband annars vegar Færeyja og ESB og hins vegar Íslands og ESB. Það er rétt athugun, en í henni felast ekki rök fyrir að viðhalda tollum. Að lokum segir Erna svo að Viðskiptaráð hafi ekki enn svarað hvers vegna vöruverð sé almennt hátt hér á landi, jafnvel á vörum sem koma tollfrjálst til landsins. Fyrir því eru bæði margar og augljósar ástæður sem hafa ekkert með tolla að gera. Í engri þeirra felast hins vegar rök fyrir því að viðhalda tollum á matvörur og halda verði þeirra hærra en ella. Í umræðu um tolla er auðvelt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hægt er að draga ýmislegt fram sem rök fyrir himinháum tollum á innflutt matvæli, líkt og samningsstöðu gagnvart ESB og hátt verð annarra vörutegunda. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að tollar eru í eðli sínu ofurskattar á innflutt matvæli sem bitna verst á neytendum. Afnám tolla myndi lækka matvöruverð og auka vöruúrval í íslenskum verslunum. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði
„Smækkunar“gler Viðskiptaráðs Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. 15. ágúst 2024 20:31
Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun