Blinken segir komið að ögurstundu í samningaviðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2024 07:20 Blinken og Herzog á blaðamannafundi í morgun. AP/Kevin Mohatt Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir komið að ögurstundu í friðarviðræðum Ísrael og Hamas og nú sé mögulega lokatækifærið til að semja um lausn gíslanna sem Hamas tóku fanga í árásum sínum 7. október síðastliðinn. Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira