Í skólabyrjun Dagbjört Harðardóttir og Sigurjón Már Fox skrifa 19. ágúst 2024 10:01 Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar