Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin segir þessa auknu kortaveltu vekja athygli í „þrálátu hávaxtastigi“ og kunni að vera merki um aukna einkaneyslu. Þá ýti gögnin undir þá spá deildarinnar að peningastefnunefnd Seðlabankans sjái sér ekki fært að lækka stýrivexti þegar næsta ákvörðun er tekin á miðvikudag.
Vakin er athygli á því að á sama tíma og kortaveltan erlendis stóreykst hefur utanlandsferðum Íslendinga fækkað um 0,9 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að stóra hluta af kortaveltunni megi rekja til netverslunar.
Fjórðungur kortaveltu íslenskra heimila í júlí átti sér stað erlendis, einu prósenti minna en í júní á þessu ári.