Jökull í Kaleo í Glæstar vonir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2024 16:50 Jökull og félagar í Kaleo hafa í nógu að snúast í Los Angeles. Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. Bandaríski miðillinn Deadline greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Jökull muni taka upp atriðið í dag. Þátturinn verði birtur í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Fram kemur að framleiðandi þáttanna hafi beðið Jökul um að vera með í þáttunum þar sem þeir hittust á Andrea Bocelli tónleikum. Bocelli hefur einmitt sjálfur brugðið fyrir í sápuóperuþáttunum vinsælu og er ekki sá eini. Jökull fetar í fótspor tónlistarmanna Lil Nash og Usher, svo fáeinir séu nefndir. Nóg er að gera hjá Jökli og félögum í Los Angeles ef marka má bandaríska miðilinn, en næst setja þeir stefnuna á að heimsækja spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í þætti hans á morgun. Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríski miðillinn Deadline greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Jökull muni taka upp atriðið í dag. Þátturinn verði birtur í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Fram kemur að framleiðandi þáttanna hafi beðið Jökul um að vera með í þáttunum þar sem þeir hittust á Andrea Bocelli tónleikum. Bocelli hefur einmitt sjálfur brugðið fyrir í sápuóperuþáttunum vinsælu og er ekki sá eini. Jökull fetar í fótspor tónlistarmanna Lil Nash og Usher, svo fáeinir séu nefndir. Nóg er að gera hjá Jökli og félögum í Los Angeles ef marka má bandaríska miðilinn, en næst setja þeir stefnuna á að heimsækja spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í þætti hans á morgun.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira