Jódísi ofbýður áfengisneysla á Alþingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:36 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, segist hafa gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna áfengisneyslu þingmanna við þinglok í vor. Hún segir það ekki boðlegt að þingmenn skuli standa í ræðustól á Alþingi Íslendinga undir áhrifum áfengis. Það sé gríðarleg vanvirðing við land og þjóð. Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira