Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingmaður Flokks Fólksins Vísir/Vilhelm „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur. Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur.
Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira