KSÍ hafnar kröfu KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 17:52 Framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson. vísir Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
[…] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira