Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 22:58 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. „Já ég gef nú ekki mikið fyrir það þegar markaðurinn er að tjá sig, greiningaraðilar bankans. Það er vitað mál að fjármálakerfið hefur hag af háu vaxtastigi, og nægir að horfa í afkomutölur viðskiptabankanna þriggja til að sannreyna það,“ segir Vilhjálmur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að hreinar vaxtatekjur bankanna hafi verið að aukast mikið, og vaxtamunur hafi einnig verið að aukast. Hann segir að ekki séu allir sammála um að ekki eigi að lækka vexti á morgun. „Nægir að nefna í því samhengi Jón Sigurðsson, forstjóra Stoða, sem er afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans. Hann sagði nýlega í viðtali að hann sé þeirrar skoðunar að það gæti ákveðinnar meðvirkni í umræðunni hjá ýmsum álitsgjöfum um þá stefnu sem að bankinn hefur fylgt,“ segir Vilhjálmur. Kjarasamningarnir hafi átt að skapa skilyrði til vaxtalækkunar Vilhjálmur bendir á að nú sé eins árs afmæli 9,25 prósent stýrivaxta. Hann segir að þetta háa vaxtastig hafi verið eitt af aðalatriðunum sem urðu þess valdandi að verkalýðshreyfingin tók þá áhættu að ganga frá langtímasamningum til fjögurra ára með hófstilltum hætti, til að skapa skilyrði til þess að vextir myndu lækka. Verðbólgan ætti að fylgja þar niður á við. „Því miður hefur það ekki raungerst, eins og nýjustu tölur sýna svo sannarlega,“ segir hann. Hann segir þó að vegferðin sem verkalýðshreyfingin fór í sé tilraunarinnar virði. „Við tókum vissa áhættu í því að semja með þessum hætti. Við tókum áhættu sem var fólginn í því að við ákváðum að hlusta á Seðlabankann, hlusta á greiningaraðila sem hafa verið að tjá sig um þessi mál um mikilvægi þess að vinnumarkaðurinn myndi ganga frá langtímasamningum með hófstilltum hætti.“ Verkalýðshreyfingin hafi gert allt sem hún getur, og boltinn sé nú hjá öðrum aðilum, Seðlabankanum, stjórnvöldum og fyrirtækjum. Vill óháða úttekt á íslensku krónunni Vilhjálmur segist hafa klórað sér illilega í höfðinu yfir því hvað valdi þessu ástandi hér á landi. „Af hverju erum við alltaf eitt dýrasta land í heimi, af hverju erum við með verðtryggingu, og af hverju erum við ætíð með þrefalt hærri vaxtakjör heldur en löndin sem við erum að bera okkur saman við?“ Hann segist velta því fyrir sér hvort íslenska krónan geti verið sökudólgurinn, en kveðst sjálfur ekki hafa hugmynd um það. „Ég hef sagt, fáum erlenda óháða aðila til að rannsaka það og koma með ítarlega skýrslu. Það er ekki mikill hljómgrunnur fyrir því að fara þessa leið,“ segir hann. Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir í íslensku hagkerfi „Síðan hef ég líka velt því fyrir mér, getur það verið að það séu lífeyrissjóðirnir okkar sem eru að valda þessu?“ spyr Vilhjálmur. Hann segir að árið 1979 þegar verðtryggingin var sett á, hafi henni verið komið á laggirnar til að verja lífeyrissjóðakerfið. „Núna í dag eru heildareignir íslenska lífeyrissjóðskerfisins, 7.722 milljarðar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum. Takið eftir að af þessum 7.722 milljörðum eru rétt rúmir þrjú þúsund milljarðar í erlendum eignum. Restin er inni í íslensku hagkerfi, eða rúmlega fjögur þúsund milljarðar,“ segir Vilhjálmur. Þessir fjögur þúsund milljarðar séu í skuldabréfum, í hlutabréfum, „og takið eftir að lífeyrissjóðirnir eiga yfir 50 prósent í öllum skráðum félögum í kauphöllinni,“ segir Vilhjálmur. „Getur verið að samkeppnin verði fyrir vikið afskaplega takmörkuð, þegar lífeyriskerfið er svona stór þátttakandi í íslensku hagkerfi?“ spyr hann. Allar úttektir á íslenska lífeyriskerfinu segi þó að það sé eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Vilhjálmur segir það ekki nóg að lúberja sjóðsfélagana og neytendur hér á landi, til að fóðra lífeyrissóðskerfið. Norski olíusjóðurinn fjárfesti aðallega erlendis „Takið eftir að norski olíusjóðurinn, honum dettur ekki til hugar að ávaxta sína fjármuni inn í norsku hagkerfi,“ segir Vilhjálmur. Um 95 prósent af öllum tekjum og eignum norska sjóðsins sé ávöxtun erlendis, þar sem þeir fjárfesti fyrst og fremst. „Við eigum að ná í ávöxtunina út fyrir landsteinana, en ekki hér í litlu hagkerfi sem 400.000 manns búa, sem bitnar síðan fyrst og fremst á sjóðsfélögunum og heimilunum. Forsenduákvæði kjarasamninga ekki fyrr en á næsta ári Vilhjálmur segir að forsenduákvæði sem er í langtímakjarasamningunum virkist á næsta ári, en þar sé talað um að ef verðbólgan verði ekki komin undir 4,7 prósent verði samningarnir lausir. Hann minnir að það sé í september á næsta ári. Hann biðlar til allra að taka höndum saman um að sjá til þess að verðbólgan fari að hjaðna. „Og munum það sem Elliði Vignisson skrifaði um, þegar hann var að tala um glórulaust lóðabrask sveitarfélaganna, þar sem að lóðaverð hefur hækkað úr fjórum prósentum af byggingarkostnaði á árinu 2004 upp í tuttugu prósent,“ segir Vilhjálmur. Sé málið skoðað tíu ár aftur í tímann, sé 37 prósent af verðbólgunni á Íslandi vegna hækkunar á fasteignaverði. Viltu spá fyrir um ákvörðunina á morgun? „Þegar þú ert með svona klapplið, sem klappar seðlabankann upp í að gera ekki neitt, skal ég fúslega viðurkenna það að ég bý mig undir það versta en vona það besta,“ segir Vilhjálmur. Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
„Já ég gef nú ekki mikið fyrir það þegar markaðurinn er að tjá sig, greiningaraðilar bankans. Það er vitað mál að fjármálakerfið hefur hag af háu vaxtastigi, og nægir að horfa í afkomutölur viðskiptabankanna þriggja til að sannreyna það,“ segir Vilhjálmur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að hreinar vaxtatekjur bankanna hafi verið að aukast mikið, og vaxtamunur hafi einnig verið að aukast. Hann segir að ekki séu allir sammála um að ekki eigi að lækka vexti á morgun. „Nægir að nefna í því samhengi Jón Sigurðsson, forstjóra Stoða, sem er afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans. Hann sagði nýlega í viðtali að hann sé þeirrar skoðunar að það gæti ákveðinnar meðvirkni í umræðunni hjá ýmsum álitsgjöfum um þá stefnu sem að bankinn hefur fylgt,“ segir Vilhjálmur. Kjarasamningarnir hafi átt að skapa skilyrði til vaxtalækkunar Vilhjálmur bendir á að nú sé eins árs afmæli 9,25 prósent stýrivaxta. Hann segir að þetta háa vaxtastig hafi verið eitt af aðalatriðunum sem urðu þess valdandi að verkalýðshreyfingin tók þá áhættu að ganga frá langtímasamningum til fjögurra ára með hófstilltum hætti, til að skapa skilyrði til þess að vextir myndu lækka. Verðbólgan ætti að fylgja þar niður á við. „Því miður hefur það ekki raungerst, eins og nýjustu tölur sýna svo sannarlega,“ segir hann. Hann segir þó að vegferðin sem verkalýðshreyfingin fór í sé tilraunarinnar virði. „Við tókum vissa áhættu í því að semja með þessum hætti. Við tókum áhættu sem var fólginn í því að við ákváðum að hlusta á Seðlabankann, hlusta á greiningaraðila sem hafa verið að tjá sig um þessi mál um mikilvægi þess að vinnumarkaðurinn myndi ganga frá langtímasamningum með hófstilltum hætti.“ Verkalýðshreyfingin hafi gert allt sem hún getur, og boltinn sé nú hjá öðrum aðilum, Seðlabankanum, stjórnvöldum og fyrirtækjum. Vill óháða úttekt á íslensku krónunni Vilhjálmur segist hafa klórað sér illilega í höfðinu yfir því hvað valdi þessu ástandi hér á landi. „Af hverju erum við alltaf eitt dýrasta land í heimi, af hverju erum við með verðtryggingu, og af hverju erum við ætíð með þrefalt hærri vaxtakjör heldur en löndin sem við erum að bera okkur saman við?“ Hann segist velta því fyrir sér hvort íslenska krónan geti verið sökudólgurinn, en kveðst sjálfur ekki hafa hugmynd um það. „Ég hef sagt, fáum erlenda óháða aðila til að rannsaka það og koma með ítarlega skýrslu. Það er ekki mikill hljómgrunnur fyrir því að fara þessa leið,“ segir hann. Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir í íslensku hagkerfi „Síðan hef ég líka velt því fyrir mér, getur það verið að það séu lífeyrissjóðirnir okkar sem eru að valda þessu?“ spyr Vilhjálmur. Hann segir að árið 1979 þegar verðtryggingin var sett á, hafi henni verið komið á laggirnar til að verja lífeyrissjóðakerfið. „Núna í dag eru heildareignir íslenska lífeyrissjóðskerfisins, 7.722 milljarðar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum. Takið eftir að af þessum 7.722 milljörðum eru rétt rúmir þrjú þúsund milljarðar í erlendum eignum. Restin er inni í íslensku hagkerfi, eða rúmlega fjögur þúsund milljarðar,“ segir Vilhjálmur. Þessir fjögur þúsund milljarðar séu í skuldabréfum, í hlutabréfum, „og takið eftir að lífeyrissjóðirnir eiga yfir 50 prósent í öllum skráðum félögum í kauphöllinni,“ segir Vilhjálmur. „Getur verið að samkeppnin verði fyrir vikið afskaplega takmörkuð, þegar lífeyriskerfið er svona stór þátttakandi í íslensku hagkerfi?“ spyr hann. Allar úttektir á íslenska lífeyriskerfinu segi þó að það sé eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Vilhjálmur segir það ekki nóg að lúberja sjóðsfélagana og neytendur hér á landi, til að fóðra lífeyrissóðskerfið. Norski olíusjóðurinn fjárfesti aðallega erlendis „Takið eftir að norski olíusjóðurinn, honum dettur ekki til hugar að ávaxta sína fjármuni inn í norsku hagkerfi,“ segir Vilhjálmur. Um 95 prósent af öllum tekjum og eignum norska sjóðsins sé ávöxtun erlendis, þar sem þeir fjárfesti fyrst og fremst. „Við eigum að ná í ávöxtunina út fyrir landsteinana, en ekki hér í litlu hagkerfi sem 400.000 manns búa, sem bitnar síðan fyrst og fremst á sjóðsfélögunum og heimilunum. Forsenduákvæði kjarasamninga ekki fyrr en á næsta ári Vilhjálmur segir að forsenduákvæði sem er í langtímakjarasamningunum virkist á næsta ári, en þar sé talað um að ef verðbólgan verði ekki komin undir 4,7 prósent verði samningarnir lausir. Hann minnir að það sé í september á næsta ári. Hann biðlar til allra að taka höndum saman um að sjá til þess að verðbólgan fari að hjaðna. „Og munum það sem Elliði Vignisson skrifaði um, þegar hann var að tala um glórulaust lóðabrask sveitarfélaganna, þar sem að lóðaverð hefur hækkað úr fjórum prósentum af byggingarkostnaði á árinu 2004 upp í tuttugu prósent,“ segir Vilhjálmur. Sé málið skoðað tíu ár aftur í tímann, sé 37 prósent af verðbólgunni á Íslandi vegna hækkunar á fasteignaverði. Viltu spá fyrir um ákvörðunina á morgun? „Þegar þú ert með svona klapplið, sem klappar seðlabankann upp í að gera ekki neitt, skal ég fúslega viðurkenna það að ég bý mig undir það versta en vona það besta,“ segir Vilhjálmur.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira