Innlent

Hlaupið sækir hægt í sig veðrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í fyrra hljóp úr vestari Skaftárkatlinum og þá var um að ræða mun stærra hlaup en sérfræðingar búast nú við.
Í fyrra hljóp úr vestari Skaftárkatlinum og þá var um að ræða mun stærra hlaup en sérfræðingar búast nú við. RAX

Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið.

„Þetta er bara svona á mjög hægri uppleið ennþá, en ekki orðið neitt sérstaklega eftirtektarvert eins og er,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Hún bætir við að svo virðist sem nú sé að hlaupa úr vestari Skaftárkatlinum og að alla jafna séu hlaup úr honum töluvert minni en þau sem koma úr eystri katlinum sem hljóp í fyrra. „Þannig að við erum ekkert endilega að búast við stóru hlaupi, en við fylgjumst grannt með áfram og í augnablikinu virðist þetta vera á hægri uppleið en ekkert að flýta sér niður.“


Tengdar fréttir

Skaftárhlaup líklega að hefjast

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×