Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2024 11:55 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum, tólfta mánuðinn í röð. Stöð 2/Einar Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. Peningastefnunefnd ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum og hafa þeir því ekki breyst í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist líttillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þyngst. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Ásgeir, er ekki hætta á að það fari að grípa um sig almennt vonleysi meðal almennings hvað vaxtastigið og verðbólguna varðar? „Ég veit það ekki. Ástæðan fyrir því að við getum ekki lækkað vexti er að það er of mikil þensla inni í hagkerfinu. Við erum ekki að sjá þessa kólnun sem við vorum að vonast til,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hvöttu Seðlabankann í sameiginlegri ályktun í gær til að sýna framsýni í ákvörðun stýrivaxta. Ásgeir segir nýgerða kjarasamninga hafa átt að leiða til þess að verðbólga gengi niður og í samningunum væru ákveðin uppsagnarákvæði næsta haust að ári. „Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst. Kjarasamningarnir hafa ekki skilað minnkun verðbólgu. Þá getum við ekki lækkað vexti. Þannig að þetta er bara mjög einfalt mál. Það náttúrlega stoðar þá lítt að skrifa einhver bréf ef þetta er staðan,“ segir Ásgeir. Ýmir þættir efnahagsmálanna haldi uppi verðbólgunni eins og mikil neysla en mest áhrif hefur spennan á húsnæðismarkaði. Ásgeir segir að þar ráði mestu til skamms tíma innkoma ríkisins á fasteignamarkaðinn vegna hamfaranna á Reykjanesi, sem leitt hafi til þess að um eitt prósent landsmanna hafi þurft að finna sér nýtt heimili. Þrátt fyrir þetta hefur seðlabankastjóri trú á að markmið kjarasamninga um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta muni nást, það gangi hins vegar hægar en vonast hafi verið til. „Þetta er gríðarlega mikill hagvöxtur sem við höfum fengið fram á síðustu árum. Gríðarlega mikil aukning í kaupmætti. Laun á Íslandi eru núna með því hæsta sem þekkist í heiminum. Líka lífskjör í þessu landi. Þetta snýst bara um að ná fram einhverju meðalhófi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Peningastefnunefnd ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum og hafa þeir því ekki breyst í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist líttillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þyngst. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Ásgeir, er ekki hætta á að það fari að grípa um sig almennt vonleysi meðal almennings hvað vaxtastigið og verðbólguna varðar? „Ég veit það ekki. Ástæðan fyrir því að við getum ekki lækkað vexti er að það er of mikil þensla inni í hagkerfinu. Við erum ekki að sjá þessa kólnun sem við vorum að vonast til,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hvöttu Seðlabankann í sameiginlegri ályktun í gær til að sýna framsýni í ákvörðun stýrivaxta. Ásgeir segir nýgerða kjarasamninga hafa átt að leiða til þess að verðbólga gengi niður og í samningunum væru ákveðin uppsagnarákvæði næsta haust að ári. „Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst. Kjarasamningarnir hafa ekki skilað minnkun verðbólgu. Þá getum við ekki lækkað vexti. Þannig að þetta er bara mjög einfalt mál. Það náttúrlega stoðar þá lítt að skrifa einhver bréf ef þetta er staðan,“ segir Ásgeir. Ýmir þættir efnahagsmálanna haldi uppi verðbólgunni eins og mikil neysla en mest áhrif hefur spennan á húsnæðismarkaði. Ásgeir segir að þar ráði mestu til skamms tíma innkoma ríkisins á fasteignamarkaðinn vegna hamfaranna á Reykjanesi, sem leitt hafi til þess að um eitt prósent landsmanna hafi þurft að finna sér nýtt heimili. Þrátt fyrir þetta hefur seðlabankastjóri trú á að markmið kjarasamninga um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta muni nást, það gangi hins vegar hægar en vonast hafi verið til. „Þetta er gríðarlega mikill hagvöxtur sem við höfum fengið fram á síðustu árum. Gríðarlega mikil aukning í kaupmætti. Laun á Íslandi eru núna með því hæsta sem þekkist í heiminum. Líka lífskjör í þessu landi. Þetta snýst bara um að ná fram einhverju meðalhófi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42