Banna trúfélög sem tengjast rússnesku kirkjunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 12:31 Hellaklustrið í Kænugarði, einn helgasti staður rétttrúaðra í Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni. Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira