Fær Amsterdam-reiðuféð ekki til baka frá lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 13:38 Mennirnir voru handteknir í Leifsstöð. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu manns um afhendingu reiðufjár upp á sex þúsund evrur, sem lögregla lagði hald á í Leifsstöð. Peninginn hafði maðurinn meðferðis á leið til Amsterdam með félögunum. Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms. Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira