Færu sömu leið og Blikar en á gjörólíka endastöð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Viktor Örlygur Andrason og félagar í Víkingi spila afar mikilvæga leiki við Santa Coloma í dag og eftir viku. vísir/Diego Víkingar freista þess í Víkinni í kvöld, og í Andorra eftir viku, að tryggja sér meira en hálfan milljarð króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð við Chelsea og Fiorentina. Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson). Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson).
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira