Það er alltaf von: Samtökin ‘78 styðja Píeta Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:31 Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun