Hákon óttaðist um líf vinar síns: „Auðvitað hugsar maður alltaf það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 09:32 Angel Gomes var illa útleikinn eftir samstuðið. Hann er sem betur fer á batavegi. Samsett/Vísir Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með liðinu og segir það hafa tekið á. Lukkulega fór betur en áhorfðist í fyrstu. Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag. Franski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag.
Franski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira