„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. ágúst 2024 08:30 Tim Walz varaforsetaefni Demókrata. getty Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira