Fyrsti sautján ára strákurinn með þrennu síðan Haaland náði því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 15:45 Sverre Nypan er efnilegur fótboltamaður og líklegur til að komast fljótlega í sterkari deild. Getty/Mark Scates Táningurinn Sverre Nypan var í aðalhlutverki í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar Rosenborg vann öruggan sigur á Lilleström. Þetta er frægur leikur því hann var flautaður af á sínum tíma vegna þess að stuðningsmenn hentu fiskibollum inn á völlinn til að mótmæla myndbandsdómgæslu. Leikurinn fór fram í gær en fyrir luktum dyrum. Stuðningsmenn Rosenborg misstu því af því þegar hinn sautján ára gamli Nypan fór á kostum og skoraði þrennu. Nypan er fyrsti sautján ára strákurinn til að skora þrennu í efstu deild í Noregi síðan sjálfur Erling Braut Haaland náði því fyrir Molde á móti Brann í júlímánuði árið 2018. Nypan er meira að segja 99 dögum yngri en Haaland var á þeim tíma. Nypan er fæddur 19. desember 2006 og var því bara 17 ára og 246 daga gamall í gær. Nypan hefur alls skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Hans besta staða er á miðri miðjunni en getur líka spilað fremst á miðjunni eða í framlínunni. Hann var á þriggja manna miðju í leiknum í gær. Mörkin hans komu í lok fyrri hálfleiks og svo á 72. og 78. mínútu. 🇳🇴 Sverre Halseth Nypan (17) vs. Lillestrøm:☑️ 80 minutes⚽️ 3 goals (1 penalty)🚀 5 shots🔀 3 dribbles completed🔑 1 chance created💥 6 touches in the opposition’s box🤩 4-0 win3 wins in their last 4 for @RBKfotball.A reminder that Nypan is only 17! 🤯 pic.twitter.com/I3XOKsYoc6— Football Wonderkids (@fbwonderkids) August 21, 2024 Norski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þetta er frægur leikur því hann var flautaður af á sínum tíma vegna þess að stuðningsmenn hentu fiskibollum inn á völlinn til að mótmæla myndbandsdómgæslu. Leikurinn fór fram í gær en fyrir luktum dyrum. Stuðningsmenn Rosenborg misstu því af því þegar hinn sautján ára gamli Nypan fór á kostum og skoraði þrennu. Nypan er fyrsti sautján ára strákurinn til að skora þrennu í efstu deild í Noregi síðan sjálfur Erling Braut Haaland náði því fyrir Molde á móti Brann í júlímánuði árið 2018. Nypan er meira að segja 99 dögum yngri en Haaland var á þeim tíma. Nypan er fæddur 19. desember 2006 og var því bara 17 ára og 246 daga gamall í gær. Nypan hefur alls skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Hans besta staða er á miðri miðjunni en getur líka spilað fremst á miðjunni eða í framlínunni. Hann var á þriggja manna miðju í leiknum í gær. Mörkin hans komu í lok fyrri hálfleiks og svo á 72. og 78. mínútu. 🇳🇴 Sverre Halseth Nypan (17) vs. Lillestrøm:☑️ 80 minutes⚽️ 3 goals (1 penalty)🚀 5 shots🔀 3 dribbles completed🔑 1 chance created💥 6 touches in the opposition’s box🤩 4-0 win3 wins in their last 4 for @RBKfotball.A reminder that Nypan is only 17! 🤯 pic.twitter.com/I3XOKsYoc6— Football Wonderkids (@fbwonderkids) August 21, 2024
Norski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira