Hlupu blaut úr Bláa lóninu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 14:19 Andrew og Ale segja það hafa verið bæði spennandi og hræðilegt á sama tíma að þurfa að hlaupa úr Bláa lóninu í gær áður en eldgosið hófst. Vísir/Vésteinn Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. „Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira