Segir óvissuna óafsakanlega og óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 16:36 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra, harðlega fyrir að ekki liggi fyrir skýrari svör um innleiðingu samræmdra prófa. Vísir Umboðsmaður barna segir „óafsakanlegt“ að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. Þetta segir í bréfi sem Salvör Nordal umboðsmaður barna skrifaði til Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra í fyrradag. Bréfið er svar við svari mennta- og barnamálaráðherra frá 19. ágúst síðastliðnum, vegna erindis umboðsmanns um samræmt námsmat og skil á skýrslu til Alþingis. Í erindi umboðsmanns var óskað eftir upplýsingum um hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og hvenær áætlað sé að samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Nokkur umræða hefur verið í sumar um samræmd próf og samhæft námsmat almennt. Viðskiptaráð hefur meðal annars kallað eftir upplýsingum um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Var það vegna gagna sem bentu til mikils munar á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Engin samræmd próf síðan 2021 Verið er að gera breytingar á samræmdum prófum og hafa þau ekki verið haldin síðan 2021. Gróf áætlun liggur fyrir um innleiðingu skyldubundins samræmds námsmats, sem felst í því að skólaárið 2025 til 2026 verði skyldubundið samræmt námsmat haldið fyrir 4., 6. og 9. bekk í íslensku og stærðfræði. Fram kemur í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns barna að fyrsta árið sé gert ráð fyrir stuðningi ráðuneytis ins við innleiðingu og að metin verði þörf fyrir svigrúm og útfærslur á fyrsta ári framkvæmdar. „Af svari ráðuneytisins má ráða að ekki liggi fyrir skýr og heildstæð innleiðingaráætlun á nýju samræmdu námsmati fyrir grunnskóla. Fram kemur að enn standi yfir samráð um þætti sem þurfi að liggja fyrir svo unnt sé að ganga frá ítarlegri áætlun en ekki er greint frá því hvaða þættir það eru sem þurfi að liggja fyrir,“ segir í bréfi umboðsmanns. „Umboðsmaður barna hefur fullan skilning á því að innleiðing á samræmdu námsmati sé viðvarandi verkefni sem þurfi að meta og endurskoða reglulega. Það breytir því hins vegar ekki að leggja þarf upp með skýra og heildstæða sýn og raunhæfa áætlun um innleiðingu.“ Að mati umboðsmanns þurfi meðal annars að gera þar grein fyrir markmiðum og skrefum innleiðingar jafnvel þó slík áætlun geti tekið breytingum. „Að mati umboðsmanns barna er óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við af samræmdum könnunarprófum eftir að þau voru síðast haldin árið 2021 og að enn ríki óvissa um hvenær áætlað sé að ljúka við innleiðingu á nýju samræmdu námamati. Sú ábyrgð liggur hjá ráðherra,“ segir í bréfinu. Ekkert bólar á skýrslu sem átti að koma 2022 Salvör segir jafnframt að samræmt námsmat þjóni mikilvægu hlutverki. Það eigi að veita nemendum upplýsingar um stöðu þeirra og varpa ljósi á stöðu skólakerfisins í heild. „Þá ber að nýta niðurstöður matsins til að bæta þjónustu við nemendur og gæði grunnskólamenntunar. Sú óvissa sem hefur skapast varðandi samræmt námsmat, á kostnað grunnskólabarna og gæða skólastarfs, er með öllu óviðunandi.“ Segir þá að umboðsmaður hafi frá árinu 2022 haft áhyggur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem ekki h afi verið lögð fyrir skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum síðan á 149. löggjafarþingi, 2018 til 2019. Sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010-2016. „Umboðsmaður sendi ráðherra erindi vegna þessa 13. apríl 2022. Í erindi umboðsmanns var áhersla lögð á mikilvægi þess að skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum yrði sem fyrst lögð fyrir Alþingi, m.a. vegna áhrifa sóttvarnarráðstafana á starf grunnskóla,“ segir í bréfinu. Þá hafi umboðsmaður eins óskað eftir því að fá að vita hvenær áætlað væri að skýrslan yrði lögð fyrir þingið. Ráðuneytið hefði svarað því til að gert væri ráð fyrir skýrslunni fyrir árslok 2022 en enn hafi hún ekki verið lögð fram. „Af þeirri ástæðu bar umboðsmaður barna aftur upp þessa spurningu við ráðherra í erindi sínu, dags 23. júlí. Í svari ráðuneytisins kom fram að ráðherra hyggist leggja fram skýrslu um framkvæmd skólahalds í grunnskólum í september nk. við upphafi 155. löggjafarþings. Það er áríðandi að svo verði, enda ótækt að ráðherra standi ekki skil á lögbundnum skyldum sínum og mikilvægt að löggjafarvaldinu sé gert kleift að sinna hlutveri sínu.“ Grunnskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Þetta segir í bréfi sem Salvör Nordal umboðsmaður barna skrifaði til Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra í fyrradag. Bréfið er svar við svari mennta- og barnamálaráðherra frá 19. ágúst síðastliðnum, vegna erindis umboðsmanns um samræmt námsmat og skil á skýrslu til Alþingis. Í erindi umboðsmanns var óskað eftir upplýsingum um hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og hvenær áætlað sé að samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Nokkur umræða hefur verið í sumar um samræmd próf og samhæft námsmat almennt. Viðskiptaráð hefur meðal annars kallað eftir upplýsingum um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Var það vegna gagna sem bentu til mikils munar á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Engin samræmd próf síðan 2021 Verið er að gera breytingar á samræmdum prófum og hafa þau ekki verið haldin síðan 2021. Gróf áætlun liggur fyrir um innleiðingu skyldubundins samræmds námsmats, sem felst í því að skólaárið 2025 til 2026 verði skyldubundið samræmt námsmat haldið fyrir 4., 6. og 9. bekk í íslensku og stærðfræði. Fram kemur í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns barna að fyrsta árið sé gert ráð fyrir stuðningi ráðuneytis ins við innleiðingu og að metin verði þörf fyrir svigrúm og útfærslur á fyrsta ári framkvæmdar. „Af svari ráðuneytisins má ráða að ekki liggi fyrir skýr og heildstæð innleiðingaráætlun á nýju samræmdu námsmati fyrir grunnskóla. Fram kemur að enn standi yfir samráð um þætti sem þurfi að liggja fyrir svo unnt sé að ganga frá ítarlegri áætlun en ekki er greint frá því hvaða þættir það eru sem þurfi að liggja fyrir,“ segir í bréfi umboðsmanns. „Umboðsmaður barna hefur fullan skilning á því að innleiðing á samræmdu námsmati sé viðvarandi verkefni sem þurfi að meta og endurskoða reglulega. Það breytir því hins vegar ekki að leggja þarf upp með skýra og heildstæða sýn og raunhæfa áætlun um innleiðingu.“ Að mati umboðsmanns þurfi meðal annars að gera þar grein fyrir markmiðum og skrefum innleiðingar jafnvel þó slík áætlun geti tekið breytingum. „Að mati umboðsmanns barna er óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við af samræmdum könnunarprófum eftir að þau voru síðast haldin árið 2021 og að enn ríki óvissa um hvenær áætlað sé að ljúka við innleiðingu á nýju samræmdu námamati. Sú ábyrgð liggur hjá ráðherra,“ segir í bréfinu. Ekkert bólar á skýrslu sem átti að koma 2022 Salvör segir jafnframt að samræmt námsmat þjóni mikilvægu hlutverki. Það eigi að veita nemendum upplýsingar um stöðu þeirra og varpa ljósi á stöðu skólakerfisins í heild. „Þá ber að nýta niðurstöður matsins til að bæta þjónustu við nemendur og gæði grunnskólamenntunar. Sú óvissa sem hefur skapast varðandi samræmt námsmat, á kostnað grunnskólabarna og gæða skólastarfs, er með öllu óviðunandi.“ Segir þá að umboðsmaður hafi frá árinu 2022 haft áhyggur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem ekki h afi verið lögð fyrir skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum síðan á 149. löggjafarþingi, 2018 til 2019. Sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010-2016. „Umboðsmaður sendi ráðherra erindi vegna þessa 13. apríl 2022. Í erindi umboðsmanns var áhersla lögð á mikilvægi þess að skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum yrði sem fyrst lögð fyrir Alþingi, m.a. vegna áhrifa sóttvarnarráðstafana á starf grunnskóla,“ segir í bréfinu. Þá hafi umboðsmaður eins óskað eftir því að fá að vita hvenær áætlað væri að skýrslan yrði lögð fyrir þingið. Ráðuneytið hefði svarað því til að gert væri ráð fyrir skýrslunni fyrir árslok 2022 en enn hafi hún ekki verið lögð fram. „Af þeirri ástæðu bar umboðsmaður barna aftur upp þessa spurningu við ráðherra í erindi sínu, dags 23. júlí. Í svari ráðuneytisins kom fram að ráðherra hyggist leggja fram skýrslu um framkvæmd skólahalds í grunnskólum í september nk. við upphafi 155. löggjafarþings. Það er áríðandi að svo verði, enda ótækt að ráðherra standi ekki skil á lögbundnum skyldum sínum og mikilvægt að löggjafarvaldinu sé gert kleift að sinna hlutveri sínu.“
Grunnskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira