Vilja verða hverfisbarinn við Snorrabraut Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 23. ágúst 2024 21:00 Ragnheiður Sara segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Á dagskrá er að halda ýmsa tónleikaviðburði á Snorrabar. Vísir Nýr bar hefur verið opnaður við Snorrabraut í Reykjavík og ber hið viðeigandi heiti Snorrabar. Rekstrarstjóri vill bjóða upp á notalegan og stílhreinan hverfisbar með reglulegum tónlistarviðburðum. Barinn er í sama húsi og Nordic Hostel og eru bæði bar og hostel í eigu Helga Ólafssonar. Dóttir hans, Ragnheiður Sara Sörensen, er rekstrarstjóri Snorrabars og segist hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir bar í hverfinu. „Við stefnum á að fá innblástur frá Loft Hostel og Kexinu. Við ætlum að vera með DJ-a og aðra viðburði en ekki stórtónleika heldur frekar rólegri tónleika,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Tónlistarviðburðir verði þó minni í sniðum en á Kex Hostel fyrir breytingar. Staðurinn er mjög hlýlegur, enda fjöldinn allur af plöntum til að blása lífi í staðinn.Snorrabar „Við viljum bjóða nágranna okkar velkomna og gera þetta að heimabar þeirra sem eru hérna í hverfinu.“ Á ekki að vera skemmtistaður Staðurinn opnaði fyrir um mánuði síðan og segir Ragnheiður að staðurinn hafi verið vel sóttur. „Allir þeir sem ég hef talað við sem búa hérna í hverfinu eru mjög spenntir að fá hverfisbarinn. Af því að þetta er líka bara bar, þetta á ekki að vera skemmtistaður. Það verða ekki læti og það á ekki að vera ónæði fyrir nágranna eða fólkið sem er að gista,“ segir Ragnheiður. Hún segist mjög ánægð með staðsetninguna og barinn vinni vel með veitingastaðnum Just Winging It, sem er á neðri hæð hússins. „Við ætlum að keyra út á fegurð og hafa hann alltaf snyrtilegan og fínan.“ Það er bæði hostel og veitingastaður í húsinu.Snorrabar Reksturinn fari ótrúlega vel af stað Ragnheiður segir stílhreinn staðurinn sé hugarfóstur Helga pabba síns. „Hann sá bara um þetta allt. Hann er búinn að ferðast um allan heim og fá hugmyndir. Síðan er Helgi svo mikill fagurkeri og þetta er allt hans.“ Mikil umræða hefur verið meðal veitingamanna undanfarin misseri um hve erfitt getur reynst að ná árangri í geiranum. Margir hafa kvartað undan háum vöru- og áfengiskostnaði og háum launalið. Ragnheiður segist ekki hafa áhyggjur af þessu. „Ég er mjög bjartsýn og þetta er að byrja svo ótúrlega vel. Ég vona bara það haldi áfram. Við erum búin að fá frábærar viðtökur frá ótrúlegasta fólki,“ segir Ragnheiður. Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Barinn er í sama húsi og Nordic Hostel og eru bæði bar og hostel í eigu Helga Ólafssonar. Dóttir hans, Ragnheiður Sara Sörensen, er rekstrarstjóri Snorrabars og segist hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir bar í hverfinu. „Við stefnum á að fá innblástur frá Loft Hostel og Kexinu. Við ætlum að vera með DJ-a og aðra viðburði en ekki stórtónleika heldur frekar rólegri tónleika,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Tónlistarviðburðir verði þó minni í sniðum en á Kex Hostel fyrir breytingar. Staðurinn er mjög hlýlegur, enda fjöldinn allur af plöntum til að blása lífi í staðinn.Snorrabar „Við viljum bjóða nágranna okkar velkomna og gera þetta að heimabar þeirra sem eru hérna í hverfinu.“ Á ekki að vera skemmtistaður Staðurinn opnaði fyrir um mánuði síðan og segir Ragnheiður að staðurinn hafi verið vel sóttur. „Allir þeir sem ég hef talað við sem búa hérna í hverfinu eru mjög spenntir að fá hverfisbarinn. Af því að þetta er líka bara bar, þetta á ekki að vera skemmtistaður. Það verða ekki læti og það á ekki að vera ónæði fyrir nágranna eða fólkið sem er að gista,“ segir Ragnheiður. Hún segist mjög ánægð með staðsetninguna og barinn vinni vel með veitingastaðnum Just Winging It, sem er á neðri hæð hússins. „Við ætlum að keyra út á fegurð og hafa hann alltaf snyrtilegan og fínan.“ Það er bæði hostel og veitingastaður í húsinu.Snorrabar Reksturinn fari ótrúlega vel af stað Ragnheiður segir stílhreinn staðurinn sé hugarfóstur Helga pabba síns. „Hann sá bara um þetta allt. Hann er búinn að ferðast um allan heim og fá hugmyndir. Síðan er Helgi svo mikill fagurkeri og þetta er allt hans.“ Mikil umræða hefur verið meðal veitingamanna undanfarin misseri um hve erfitt getur reynst að ná árangri í geiranum. Margir hafa kvartað undan háum vöru- og áfengiskostnaði og háum launalið. Ragnheiður segist ekki hafa áhyggjur af þessu. „Ég er mjög bjartsýn og þetta er að byrja svo ótúrlega vel. Ég vona bara það haldi áfram. Við erum búin að fá frábærar viðtökur frá ótrúlegasta fólki,“ segir Ragnheiður.
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira